Auglýsti eftir þáttastjórnanda í hlaðvarp og umsóknirnar dælast inn Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 15:31 Hugi Halldórsson leitar að þáttastjórnanda. „Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir áhuganum í fyrstu. Taldi að svona tímabundið starf ætti við fáa en áhugi á hlaðvarpsvellinum er greinilega töluverður,“ segir Hugi Halldórsson sem heldur úti hlaðvarpinu Rautt & Hvítt. Hann auglýsti í vikunni eftir starfsmanni í vinnu á Alfreð.is. Þar er hann að leita að þáttastjórnanda í þáttinn sjálfan. „Ég held áfram að hvetja alla þá sem telja sig getað haldið úti vinsælu hlaðvarpi að sækja um. Allir sem hafa áhuga á fólki eru hæfir í starfið og ekki skemmir ef viðkomandi hefur temmilega þekkingu á léttvíni,“ segir Hugi en þegar blaðamaður ræddi við hann höfði fimmtíu manns sótt um. „Það kemur fram í auglýsingunni að viðkomandi þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á fólki. Hæfileikinn til að semja góðar spurningar, allt frá þeim sem bjóða upp á skemmtileg svör og til leiðandi í áhugaverða og djúpa umræðu. Njóta þess að skapa gott og þægilegt andrúmsloft auk þess að geta haldið uppi áhugaverðu, fróðlegu og skemmtilegu spjalli.“ Þátturinn Rautt & Hvítt fjallar eins og gefur að skilja um léttvín. Í þáttunum fær Hugi til sín þjóðþekkta einstaklinga til að spjalla. „Við spjöllum um það sem mér dettur í hug að spyrja. Suma af gestunum þekki ég mjög vel en aðra lítið sem ekki neitt. Margt áhugavert sem þjóðin vissi ekki um gestina hefur komið fram í þáttunum. Gestir og stjórnandinn bragða á góðum léttvínum og smakka ljúffenga osta, sultur, súkkulaði og ólífu olíur.“ Hann segist vera að leita eftir stjórnanda sem geti fengið til sín áhugavert fólk sem hefur sögur að segja. „Það þarf ekki endilega að vera þjóðþekktir einstaklingar þótt það hafi verið tilfellið hjá mér í fyrstu tíu þáttunum. Þá skiptir mestu hæfileikinn í mannlegum samskiptum, sýna áhuga á frásögn og geta hlustað. Allir hafa sögu að segja en listin við að komast að kjarna frásagnar er kúnst sem ekki allir hafa.“ Hér að neðan má hlusta á einn þátt af Rautt & Hvítt þegar Patrekur Jaime og Bassi Maraj mættu. Fjölmiðlar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Hann auglýsti í vikunni eftir starfsmanni í vinnu á Alfreð.is. Þar er hann að leita að þáttastjórnanda í þáttinn sjálfan. „Ég held áfram að hvetja alla þá sem telja sig getað haldið úti vinsælu hlaðvarpi að sækja um. Allir sem hafa áhuga á fólki eru hæfir í starfið og ekki skemmir ef viðkomandi hefur temmilega þekkingu á léttvíni,“ segir Hugi en þegar blaðamaður ræddi við hann höfði fimmtíu manns sótt um. „Það kemur fram í auglýsingunni að viðkomandi þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á fólki. Hæfileikinn til að semja góðar spurningar, allt frá þeim sem bjóða upp á skemmtileg svör og til leiðandi í áhugaverða og djúpa umræðu. Njóta þess að skapa gott og þægilegt andrúmsloft auk þess að geta haldið uppi áhugaverðu, fróðlegu og skemmtilegu spjalli.“ Þátturinn Rautt & Hvítt fjallar eins og gefur að skilja um léttvín. Í þáttunum fær Hugi til sín þjóðþekkta einstaklinga til að spjalla. „Við spjöllum um það sem mér dettur í hug að spyrja. Suma af gestunum þekki ég mjög vel en aðra lítið sem ekki neitt. Margt áhugavert sem þjóðin vissi ekki um gestina hefur komið fram í þáttunum. Gestir og stjórnandinn bragða á góðum léttvínum og smakka ljúffenga osta, sultur, súkkulaði og ólífu olíur.“ Hann segist vera að leita eftir stjórnanda sem geti fengið til sín áhugavert fólk sem hefur sögur að segja. „Það þarf ekki endilega að vera þjóðþekktir einstaklingar þótt það hafi verið tilfellið hjá mér í fyrstu tíu þáttunum. Þá skiptir mestu hæfileikinn í mannlegum samskiptum, sýna áhuga á frásögn og geta hlustað. Allir hafa sögu að segja en listin við að komast að kjarna frásagnar er kúnst sem ekki allir hafa.“ Hér að neðan má hlusta á einn þátt af Rautt & Hvítt þegar Patrekur Jaime og Bassi Maraj mættu.
Fjölmiðlar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira