Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 20:24 Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44