Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Gunnar Guðbjörnsson skrifar 23. mars 2021 11:57 Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun