„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:02 Sveinn kviknakinn með eldgosið í baksýn á sunnudag. Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08