Vucevic til Bulls | Rondo á leið til Clippers og Lou Williams til Atlanta Hawks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:15 Nikola Vučević mun leika í rauðum treyjum Bulls næstu misseri. EPA-EFE/JUSTIN LANE Í dag er síðasti dagurinn þar sem lið geta skipt á leikmönnum í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira