Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. mars 2021 14:01 Reynir Þór og Fanney hæstánægð með verðlaunin, sem þau fengu í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands enda mega þau vera það með sinn frábæra árangur á Hurðarbaksbúinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira