Umpottun: Það er þannig í pottinn búið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. mars 2021 06:00 Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur gefur góð ráð varðandi umpottun pottaplantna. „Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur í viðtali við Vísi. Með hækkandi sól verða fingurnir grænni og þá ber að huga að pottaplöntum heimilisins sem legið hafa í dvala yfir vetrartímann. Garðyrkjufræðingurinn Guðríður, eða Gurrý eins og hún er kölluð, svarar hér nokkrum spurningum varðandi pottaplöntur og umpottun. „Núna eru plönturnar að detta aftur í taktinn eftir vetrardvalann og verða tilbúnar til þess að vaxa og dafna á ný. Núna er besti tíminn til að umpotta.“ Þegar sólin hækkar á lofti og plönturnar vakna af vetrardvalanum er gott að huga að umpottun. Getty Er nóg pláss fyrir ræturnar? Hvernig veit fólk hvaða plöntur ætti að umpotta? „Plöntur eru nú margar mjög seigar og geta þolað alls konar meðferð en þegar rótarkerfið hefur fyllt alveg upp í pottinn og hefur ekki næga mold þá verður ekkert rými fyrir þær að vaxa. Ef þú ert ekki viss hvort að það sé þörf á því að umpotta getur verið sniðugt að taka plöntuna upp og skoða aðeins ræturnar. Ef þær fylla alveg út í pottinn og líkjast þéttri rótaflækju þá þarf að umpotta. Plönturnar eiga nefnilega erfiðara með vöxt ef það er of lítið pláss fyrir rótarkerfið og lítil mold og þá vaxa þær síður. Það getur líka verið ágætis vísbending um að það þurfi að umpotta þegar moldin þornar fljótt upp. Þá eru ræturnar að keppast við að drekka upp hvern einasta dropa,“ segir Gurrý bætir því við að það fari einnig eftir gerð plöntunnar hvort og hversu oft þurfi að umpotta. Sumar plöntur vaxa mjög hratt – aðrar ekki. Þetta er allt svolítið matsatriði hverju sinni. Svo þegar plöntur eru komnar í mjög stóra potta er erfitt að halda áfram að umpotta heima í stofu. Þá hjálpar að bæta nýrri mold ofan á þá gömlu, þær geta alveg fengið nýtt líf bara við þetta. Skiptir máli hvernig mold þú notar við umpottunina? „Já, það skiptir verulegu máli. Þetta þarf að vera góð pottamold og mikilvægt að hún sé áburðarblönduð. Stundum hefur erlenda moldin verið betri en sú innlenda en það er allur gangur á því. Það er gott að lesa alltaf vel utan á umbúðirnar og athuga líka hvort að þetta sé ekki ábyggilega pottamold sem þú ert að kaupa.“ Áburðinn í sjálfri moldinni segir Gurrý duga í sirka þrjár til fjórar vikur, svo þarf að fara að vökva plöntuna með áburði eftir það tímabil. Það skiptir máli hvernig mold notuð er þegar umpotta á pottaplöntur og segir Gurrý mikilvægast að moldin sé áburðablönduð. Algengasti dauðdaginn sökum ofvökvunar Hvað með moldina, er hægt að nota eins mold fyrir allar plöntur? „Ef þú ert með kaktusa eða þykkblöðunga þá er sniðugt að blanda vikri eða sandi saman við moldina. Þessar plöntur vilja vera í smá svona eyðimerkurumhverfi. Annars dugar venjuleg pottamold á flestar aðrar plöntur.“ Við umpottunina sjálfa segir Gurrý mjög mikilvægt að setja plöntuna í pott með gati á botninum svo vatnið nái að leka niður. „Einn algengasti dauðdagi plantnanna er drukknun sökum ofvökvunar, eins dramatískt eins og það hljómar,“ segir Gurrý og hlær. „En svona án gríns þá þarf að gæta vel að því að ræturnar séu ekki meira en hálftíma í bleyti eftir vökvun. Ræturnar þurfa á súrefni að halda og ef þær standa of lengi í bleyti þá kafna þær bara. Það er því góð regla að fylgjast með vökvanum í pottahlífunum og hella svo vökvanum frá eftir hálftíma ef eitthvað er eftir.“ Hvenær skal byrja að nota áburð á pottaplönturnar? „Áburðinn skal einungis nota yfir vor og sumartímann, þegar plönturnar eru í vexti. Yfir veturinn þegar plönturnar eru í dvala þá taka þær ekki upp áburð og áburðurinn getur safnast upp í moldinni, sem er ekki gott.“ Ef nóg pláss er fyrir ræturnar í moldinni er ekki þörf á því að umpotta. Getty Ræturnar geta grillast í of miklum hita Hvaða áburði mælir þú með og hvernig er best að nota hann? „Það skiptir kannski ekki endilega máli hvað hann heitir en aðalatriðið er að áburðurinn innihaldi sem mest af köfnunarefni. Sjálf nota ég til dæmis Grænu þrumuna, það er mest af köfnunarefni í henni og hún fæst mjög víða. Vökva um það bil tvisvar til þrisvar sinnum í viku og blanda bara eftir leiðbeiningum. Einn tappa í tvo lítra af vatni. Það þarf svo lítið og alltaf betra að gefa áburðinn í minni skömmtum en stærri. Garðyrkjuvinirnir Hafsteinn og Gurrý. Hafsteinn er einmitt umsjónarmaður Facebook-síðunnar vinsælu Stofublóm, pottablóm og inniblóm. Allar plöntur þurfa á birtu að halda þó það sé mismikið. Of mikil birta getur hins vegar verið skaðsöm fyrir einstaka plöntur. „Þegar plöntur eru til dæmis í glugga sem snýr í suður þá þarf að fylgjast vel með þeim og passa upp á hitastigið. Stundum getur potturinn og moldin hitnað svo mikið að ræturnar bara grillast. Þá mæli ég til dæmis með því að hafa frekar ljósar pottahlífar sem hitna ekki eins mikið eða bara finna þeim nýjan stað á heimilinu.“ Gurrý mælir einnig með því að fólk setji plönturnar í smá vorbað og láti vatn renna yfir þær í sturtunni eða baðkarinu. „Það er smá lúxus fyrir plönturnar en mikilvægt er að hafa í huga að nota aldrei alveg kalt vatn.“ Einnig segir hún að auðvitað megi ekki gleyma að spjalla við plönturnar sínar og sýna þeim ást og umhyggju. „Sumir koma svolítið fram við plönturnar sínar eins og gæludýr eða jafnvel vini sína. Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Gurrý og hlær. „Annars mæli ég eindregið með því fyrir allt plöntuáhugafólk að fara inn á á Facebook-hópinn Stofublóm, pottablóm og inniblóm. Hann Hafsteinn Hafliðason umsjónarmaður hópsins veit allt, ég er nú bara hálfgerður amatör við hliðina á honum.“ Garðyrkja Hús og heimili Tengdar fréttir Leyfum fjólunni að blómstra Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. 18. mars 2021 14:31 Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. 29. júní 2020 15:00 Hvenær ársins er best að fella aspir? Gurrý segir að út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. 5. október 2020 07:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Með hækkandi sól verða fingurnir grænni og þá ber að huga að pottaplöntum heimilisins sem legið hafa í dvala yfir vetrartímann. Garðyrkjufræðingurinn Guðríður, eða Gurrý eins og hún er kölluð, svarar hér nokkrum spurningum varðandi pottaplöntur og umpottun. „Núna eru plönturnar að detta aftur í taktinn eftir vetrardvalann og verða tilbúnar til þess að vaxa og dafna á ný. Núna er besti tíminn til að umpotta.“ Þegar sólin hækkar á lofti og plönturnar vakna af vetrardvalanum er gott að huga að umpottun. Getty Er nóg pláss fyrir ræturnar? Hvernig veit fólk hvaða plöntur ætti að umpotta? „Plöntur eru nú margar mjög seigar og geta þolað alls konar meðferð en þegar rótarkerfið hefur fyllt alveg upp í pottinn og hefur ekki næga mold þá verður ekkert rými fyrir þær að vaxa. Ef þú ert ekki viss hvort að það sé þörf á því að umpotta getur verið sniðugt að taka plöntuna upp og skoða aðeins ræturnar. Ef þær fylla alveg út í pottinn og líkjast þéttri rótaflækju þá þarf að umpotta. Plönturnar eiga nefnilega erfiðara með vöxt ef það er of lítið pláss fyrir rótarkerfið og lítil mold og þá vaxa þær síður. Það getur líka verið ágætis vísbending um að það þurfi að umpotta þegar moldin þornar fljótt upp. Þá eru ræturnar að keppast við að drekka upp hvern einasta dropa,“ segir Gurrý bætir því við að það fari einnig eftir gerð plöntunnar hvort og hversu oft þurfi að umpotta. Sumar plöntur vaxa mjög hratt – aðrar ekki. Þetta er allt svolítið matsatriði hverju sinni. Svo þegar plöntur eru komnar í mjög stóra potta er erfitt að halda áfram að umpotta heima í stofu. Þá hjálpar að bæta nýrri mold ofan á þá gömlu, þær geta alveg fengið nýtt líf bara við þetta. Skiptir máli hvernig mold þú notar við umpottunina? „Já, það skiptir verulegu máli. Þetta þarf að vera góð pottamold og mikilvægt að hún sé áburðarblönduð. Stundum hefur erlenda moldin verið betri en sú innlenda en það er allur gangur á því. Það er gott að lesa alltaf vel utan á umbúðirnar og athuga líka hvort að þetta sé ekki ábyggilega pottamold sem þú ert að kaupa.“ Áburðinn í sjálfri moldinni segir Gurrý duga í sirka þrjár til fjórar vikur, svo þarf að fara að vökva plöntuna með áburði eftir það tímabil. Það skiptir máli hvernig mold notuð er þegar umpotta á pottaplöntur og segir Gurrý mikilvægast að moldin sé áburðablönduð. Algengasti dauðdaginn sökum ofvökvunar Hvað með moldina, er hægt að nota eins mold fyrir allar plöntur? „Ef þú ert með kaktusa eða þykkblöðunga þá er sniðugt að blanda vikri eða sandi saman við moldina. Þessar plöntur vilja vera í smá svona eyðimerkurumhverfi. Annars dugar venjuleg pottamold á flestar aðrar plöntur.“ Við umpottunina sjálfa segir Gurrý mjög mikilvægt að setja plöntuna í pott með gati á botninum svo vatnið nái að leka niður. „Einn algengasti dauðdagi plantnanna er drukknun sökum ofvökvunar, eins dramatískt eins og það hljómar,“ segir Gurrý og hlær. „En svona án gríns þá þarf að gæta vel að því að ræturnar séu ekki meira en hálftíma í bleyti eftir vökvun. Ræturnar þurfa á súrefni að halda og ef þær standa of lengi í bleyti þá kafna þær bara. Það er því góð regla að fylgjast með vökvanum í pottahlífunum og hella svo vökvanum frá eftir hálftíma ef eitthvað er eftir.“ Hvenær skal byrja að nota áburð á pottaplönturnar? „Áburðinn skal einungis nota yfir vor og sumartímann, þegar plönturnar eru í vexti. Yfir veturinn þegar plönturnar eru í dvala þá taka þær ekki upp áburð og áburðurinn getur safnast upp í moldinni, sem er ekki gott.“ Ef nóg pláss er fyrir ræturnar í moldinni er ekki þörf á því að umpotta. Getty Ræturnar geta grillast í of miklum hita Hvaða áburði mælir þú með og hvernig er best að nota hann? „Það skiptir kannski ekki endilega máli hvað hann heitir en aðalatriðið er að áburðurinn innihaldi sem mest af köfnunarefni. Sjálf nota ég til dæmis Grænu þrumuna, það er mest af köfnunarefni í henni og hún fæst mjög víða. Vökva um það bil tvisvar til þrisvar sinnum í viku og blanda bara eftir leiðbeiningum. Einn tappa í tvo lítra af vatni. Það þarf svo lítið og alltaf betra að gefa áburðinn í minni skömmtum en stærri. Garðyrkjuvinirnir Hafsteinn og Gurrý. Hafsteinn er einmitt umsjónarmaður Facebook-síðunnar vinsælu Stofublóm, pottablóm og inniblóm. Allar plöntur þurfa á birtu að halda þó það sé mismikið. Of mikil birta getur hins vegar verið skaðsöm fyrir einstaka plöntur. „Þegar plöntur eru til dæmis í glugga sem snýr í suður þá þarf að fylgjast vel með þeim og passa upp á hitastigið. Stundum getur potturinn og moldin hitnað svo mikið að ræturnar bara grillast. Þá mæli ég til dæmis með því að hafa frekar ljósar pottahlífar sem hitna ekki eins mikið eða bara finna þeim nýjan stað á heimilinu.“ Gurrý mælir einnig með því að fólk setji plönturnar í smá vorbað og láti vatn renna yfir þær í sturtunni eða baðkarinu. „Það er smá lúxus fyrir plönturnar en mikilvægt er að hafa í huga að nota aldrei alveg kalt vatn.“ Einnig segir hún að auðvitað megi ekki gleyma að spjalla við plönturnar sínar og sýna þeim ást og umhyggju. „Sumir koma svolítið fram við plönturnar sínar eins og gæludýr eða jafnvel vini sína. Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Gurrý og hlær. „Annars mæli ég eindregið með því fyrir allt plöntuáhugafólk að fara inn á á Facebook-hópinn Stofublóm, pottablóm og inniblóm. Hann Hafsteinn Hafliðason umsjónarmaður hópsins veit allt, ég er nú bara hálfgerður amatör við hliðina á honum.“
Garðyrkja Hús og heimili Tengdar fréttir Leyfum fjólunni að blómstra Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. 18. mars 2021 14:31 Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. 29. júní 2020 15:00 Hvenær ársins er best að fella aspir? Gurrý segir að út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. 5. október 2020 07:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Leyfum fjólunni að blómstra Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. 18. mars 2021 14:31
Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. 29. júní 2020 15:00
Hvenær ársins er best að fella aspir? Gurrý segir að út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. 5. október 2020 07:01