Samgöngur fyrir alla eða suma Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2021 07:31 Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun