Velferðarnefnd fundar með Svandísi vegna sóttkvíarhótela eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 22:50 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni funda eftir helgi vegna nýrrar reglugerðar um sóttkvíarhótel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman eftir helgi til þess að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærum sem meðal annars fela í sér að ferðamenn frá ákveðnum löndum séu skikkaðir til að dvelja á sóttkvíarhótelum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur verið boðuð á fundinn. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar, segir að tímasetning fundarins hafi ekki verið ákveðin en að stefnt sé á að hann verði haldinn eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Þá hefur ekki verið ákveðið hvort fleiri verði kallaðir inn á fundinn en aðeins fjórðungur nefndarinnar þarf að sitja fund sem boðaður utan hefðbundins fundartíma sé ráðherra boðaður. Hefur áhyggjur að lagastoð sé ekki til staðar Deilt hefur verið um hvort lagastoð sé fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum vegna komufarþega. Helga Vala segir í samtali við mbl.is að hún sé fylgjandi ráðstöfununum en að mikilvægt sé að sannreyna það að lagagrundvöllur sé fyrir aðgerðunum. „Ég hef áhyggjur af því að ekki sé lagastoð fyrir þessu og þá erum við komin í vond mál. Það hefur enginn áhuga á því að skattfé almennings sé varið í endalausar bætur því að við getum ekki haft lagasetninguna í lagi,“ sagði Helga. Breytingar á sóttvaralögum sem samþykktar voru á Alþingi í desember en ýmis ákvæði voru felld úr frumvarpinu vegna óeiningar um þau. Meðal annars voru þar heimildir til að setja á útgöngubann, skylda fólk í bólusetningar og til að halda sóttkví á tilteknum stað. Sóttvarnalæknir hefur þó heimild til að halda úti sóttvarnahúsum þar sem einstaklingar sem ekki eiga samastað hér á landi eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum geta verið í sóttkví eða einangrun. Helga Vala telur því hvergi hægt að finna heimild fyrir þessum aðgerðum í lagaákvæðinu. „Það er hvergi í lagaákvæðinu að finna heimild til að skylda fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi,“ sagði Helga. „Með aðgerðum er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum“ Helga Vala er ekki sú eina sem hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara aðgerða á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sagði í dag að óvíst sé að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög og kallaði hún eftir því að Velferðarnefnd Alþingis kæmi saman um páskana til að útkljá málið. Það gekk ekki eftir. Þá kallaði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, einnig eftir því að nefndin kæmi saman svo hægt væri að fá botn í málið. Hún sagðist telja aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að vernda hér á landi. Lögmenn hafa einnig vakið athygli á málinu, til að mynda lögmannsstofan Vivos lögmenn, sem vakti athygli á málinu í dag. Aðili á ferð milli landa sjálfkrafa frelsissviptur á Íslandi Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli...Posted by Vivos Lögmenn on Friday, April 2, 2021 „Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli landa í einangrun í sóttvarnarhúsi, er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum auk þess að þurfa að greiða fyrir það kr. 50.000. Skv. sóttvarnalögum nr. 19/1997 getur sóttvarnalæknir sett einstakling í einangrun. Fari sú ákvörðun gegn vilja hins smitaða getur hann borið hana undir dómstóla. Dómara bera að taka málið fyrir tafarlaust,“ skrifa Vivos Lögmenn í Facebook-færslu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35 Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar, segir að tímasetning fundarins hafi ekki verið ákveðin en að stefnt sé á að hann verði haldinn eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Þá hefur ekki verið ákveðið hvort fleiri verði kallaðir inn á fundinn en aðeins fjórðungur nefndarinnar þarf að sitja fund sem boðaður utan hefðbundins fundartíma sé ráðherra boðaður. Hefur áhyggjur að lagastoð sé ekki til staðar Deilt hefur verið um hvort lagastoð sé fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum vegna komufarþega. Helga Vala segir í samtali við mbl.is að hún sé fylgjandi ráðstöfununum en að mikilvægt sé að sannreyna það að lagagrundvöllur sé fyrir aðgerðunum. „Ég hef áhyggjur af því að ekki sé lagastoð fyrir þessu og þá erum við komin í vond mál. Það hefur enginn áhuga á því að skattfé almennings sé varið í endalausar bætur því að við getum ekki haft lagasetninguna í lagi,“ sagði Helga. Breytingar á sóttvaralögum sem samþykktar voru á Alþingi í desember en ýmis ákvæði voru felld úr frumvarpinu vegna óeiningar um þau. Meðal annars voru þar heimildir til að setja á útgöngubann, skylda fólk í bólusetningar og til að halda sóttkví á tilteknum stað. Sóttvarnalæknir hefur þó heimild til að halda úti sóttvarnahúsum þar sem einstaklingar sem ekki eiga samastað hér á landi eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum geta verið í sóttkví eða einangrun. Helga Vala telur því hvergi hægt að finna heimild fyrir þessum aðgerðum í lagaákvæðinu. „Það er hvergi í lagaákvæðinu að finna heimild til að skylda fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi,“ sagði Helga. „Með aðgerðum er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum“ Helga Vala er ekki sú eina sem hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara aðgerða á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sagði í dag að óvíst sé að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög og kallaði hún eftir því að Velferðarnefnd Alþingis kæmi saman um páskana til að útkljá málið. Það gekk ekki eftir. Þá kallaði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, einnig eftir því að nefndin kæmi saman svo hægt væri að fá botn í málið. Hún sagðist telja aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að vernda hér á landi. Lögmenn hafa einnig vakið athygli á málinu, til að mynda lögmannsstofan Vivos lögmenn, sem vakti athygli á málinu í dag. Aðili á ferð milli landa sjálfkrafa frelsissviptur á Íslandi Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli...Posted by Vivos Lögmenn on Friday, April 2, 2021 „Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli landa í einangrun í sóttvarnarhúsi, er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum auk þess að þurfa að greiða fyrir það kr. 50.000. Skv. sóttvarnalögum nr. 19/1997 getur sóttvarnalæknir sett einstakling í einangrun. Fari sú ákvörðun gegn vilja hins smitaða getur hann borið hana undir dómstóla. Dómara bera að taka málið fyrir tafarlaust,“ skrifa Vivos Lögmenn í Facebook-færslu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35 Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04