Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2021 10:57 Alma Dögg Torfadóttir sagði sláandi sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. Orca Films Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. „Tilfinningin er eins og það sé alltaf einhver alveg upp við þig. En það er samt enginn. Þú finnur fyrir manneskjunni, en manneskjan er ekkert endilega þarna,“ segir hún. Áreitið hófst árið 2011. Alma starfaði þá hjá Olís á Akranesi og tiltekinn maður sem vann hjá fyrirtæki sem skipti reglulega við Olís fór að koma æ oftar í sjoppuna. Einn daginn hafði hann gleymt pening en Alma bauðst til að lána honum fyrir því sem hann vildi kaupa. „Hann var fastakúnni þarna. Svo fór hann að vera þarna á kvöldin, fram eftir kvöldi, nánast alla daga. Alltaf þegar ég var á vakt,“ segir hún. Hann fann síðan símanúmerið hennar, og þá breyttist allt. „Ég man að ég þurfti að fletta upp númerinu á Já.is og ég mun örugglega aldrei gleyma tilfinningunni þegar ég sá hvar þetta var. Því einhvern veginn vissi ég alveg hvað var í vændum.“ Fjölskylda mannsins hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir sýningu þáttarins og beðið fólk að setja sig ekki í dómarasætið. Nánar um það í þessari frétt hér að neðan. Fyrstu skilaboðin sem Alma fékk voru einfaldlega „Hæ, sæta“. Alma svaraði þeim ekki. „Og örugglega ekki næstu tíu, tuttugu SMS-um,“ segir hún. Fyrr en varði skiptu skilaboðin hundruðum, jafnvel þúsundum. „Hann segir að honum þyki vænt um mig, hann vilji sættast, hann vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Spyr af hverju ég vilji hann ekki. Hann vill meina að hann yrði besti eiginmaður og besti faðir sonar míns.“ Sat fyrir utan klukkutímunum saman Maðurinn lét ekki nægja að senda skilaboð og hringja, heldur sat hann í bílnum fyrir utan heimili hennar, tímunum saman, og reykti. „Hann sat fyrir mér fyrir utan íbúðina mína klukkutímunum saman. Hann keyrði fram hjá þar sem ég bjó með mömmu og pabba á sínum tíma. Hann kom reglulega upp í vinnu, oftar en hann þurfti. Og hann áreitti ekki endilega bara mig heldur var hann að leitast í fjölskylduna mína, vini mína – með spurningar um mig. Af hverju ég vildi hann ekki, af hverju ég hefði ekki áhuga. Tæpum tíu árum síðar er þetta enn í gangi.“ Árið 2012 byrjaði Alma að búa með barnföður sínum. Hún segir að maðurinn hafi reiðst við það, orðið ágengari og byrjað að sitja um íbúð þeirra. Sonur Ölmu kom síðan í heiminn árið 2015, en þá hafði hún þurft að lifa í þessari stöðugu ógn í hartnær fimm ár. Maðurinn hafði haft nokkuð hægt um sig á meðan Alma gekk með strákinn og um tíma hélt hún að hún væri laus. Sú var hins vegar ekki raunin. Barnið var aðeins nokkurra daga gamalt þegar maðurinn hafði aftur samband. Alma hefur stöðugar áhyggjur af syni sínum, hinum fimm ára Baltasar. Starfsfólk á leikskóla barnsins hefur fengið mynd af manninum og þarf alltaf að ganga úr skugga um að hann sé ekki á svæðinu. „Hann óskaði mér til hamingju. Þá var ég samt búin að skipta um símanúmer og blokka hann. En hann hafði fundið vinnu-email hjá mér og sendi hamingjuóskir þar. Þetta var email sem ég notaði til að hafa samband við fólk erlendis þegar ég var að kaupa inn vörur fyrir íbúðina sem ég rak þá,“ segir Alma, og kveðst ekki vita hvernig hann hafði upp á netfanginu hennar. „Hann sendi mér hamingjuóskir, trekk í trekk. Foreldrum mínum líka.“ Vill verða pabbi sonar hennar Skilaboðin héldu áfram að hrannast inn og áreitið var stöðugt. Það reyndist Ölmu erfitt og hún hafði stöðugar áhyggjur af nýfæddu barninu sínu. Þegar Alma skildi við barnsföður sinn ákvað hún að flytja í eigin íbúð með barnið. Það varði hins vegar stutt því hún var of hrædd til þess að geta verið ein og flutti inn til foreldra sinna. „Ég er alltaf hrædd. Ég er alltaf hrædd við að skilja við barnið mitt. Og ég held ég sé með aðskilnaðarkvíða gagnvart syni mínum, því ég er svo hrædd við að skilja hann eftir,“ segir hún og bætir við að hún hafi nánast aldrei sent strákinn í pössun – því hún einfaldlega þori því ekki. „Ég á mjög erfitt með það því hann hefur tjáð mér að hann vilji vera pabbi hans og ég bara treysti honum ekki til þess að ná athygli minni með því að nota barnið mitt.,“ útskýrir Alma. Hún hefur farið með mynd af manninum á leikskóla barnsins og barnið fer ekki út fyrr en starfsfólk hefur gengið úr skugga um að maðurinn sé ekki á svæðinu. Beið eftir að hún kæmi heim úr vinnunni Manninum hefur í þrígang verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart Ölmu, þar sem lagt var bann við því að hann nálgist heimili hennar, veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í hana eða sendi henni hvers konar orðsendingar. Síðasta nálgunarbann var til tólf mánaða. Það er lengsta mögulega refsing í málum sem þessum. Það dugði hins vegar skammt því afleiðingarnar af brotum á nálgunarbanni eru litlar sem engar. „Hann var farinn að bíða eftir mér á vigtinni fyrir ofan Hvalfjarðargöngin, Reykjavíkurmegin, og keyrði síðan á eftir mér heim. Hann fór að gera þetta aftur og aftur þangað til ég náði myndbandi af honum gera það. Ég fór með það til lögreglunnar og út frá því held ég að boltinn hafi aðeins farið að rúlla og þetta hafi verið tekið aðeins alvarlegra. Hann var ekki bara með SMS og að elta mig innanbæjar, heldur var hann farinn að fara alla þessa leið og bíða þarna. Ég veit ekki hversu lengi hann beið eftir mér.“ Alma hefur í þrígang fengið nálgunarbann á manninn. Hann virðir þau að vettugi, enda hafa nær engin viðurlög verið á brotum á nálgunarbanni. Hún segist reyna eftir bestu getu að tilkynna lögreglu þegar maðurinn brýtur gegn nálgunarbanni. „Ég reyni eins og ég get að halda utan um það. Þetta er náttúrlega full vinna. Það er full vinna að það sé verið að áreita mig. Það er full vinna að halda utan um þetta. Ég þarf alltaf að vera á varðbergi, alltaf að vera með símann tilbúinn. Það eru einu sannanirnar mínar. Ég reyndi eftir bestu getu að tilkynna þetta, en stundum verður þetta of mikið og ég hef ekki tíma til að pæla í því akkúrat á þeim tímapunkti.“ Hingað til hafa engin viðurlög verið við ofsóknum af þessu tagi, þar sem þær fela ekki í sér líkamlegt ofbeldi. Nýverið hins vegar tóku í gildi lög um svokallað umsáturseinelti, þar sem eltihrellar gætu átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisvist. Lögin eru þó ekki afturvirk. Alma hefur óttast um líf sitt. „Til lengri tíma já. Þegar ég er í þeirri stöðu að hann er að elta mig eða ég er innilokuð heima og hann er fyrir utan. Þá hugsa ég guð minn góður, ef eitthvað klikkar núna í honum. Þá á ég engan sjéns. Hann er mikið stærri en ég. Mikið sterkari en ég.“ Fjallað var ítarlega um mál Ölmu í Ofsóknum á Stöð 2 í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum ofar í þessari frétt. Akranes Ofsóknir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
„Tilfinningin er eins og það sé alltaf einhver alveg upp við þig. En það er samt enginn. Þú finnur fyrir manneskjunni, en manneskjan er ekkert endilega þarna,“ segir hún. Áreitið hófst árið 2011. Alma starfaði þá hjá Olís á Akranesi og tiltekinn maður sem vann hjá fyrirtæki sem skipti reglulega við Olís fór að koma æ oftar í sjoppuna. Einn daginn hafði hann gleymt pening en Alma bauðst til að lána honum fyrir því sem hann vildi kaupa. „Hann var fastakúnni þarna. Svo fór hann að vera þarna á kvöldin, fram eftir kvöldi, nánast alla daga. Alltaf þegar ég var á vakt,“ segir hún. Hann fann síðan símanúmerið hennar, og þá breyttist allt. „Ég man að ég þurfti að fletta upp númerinu á Já.is og ég mun örugglega aldrei gleyma tilfinningunni þegar ég sá hvar þetta var. Því einhvern veginn vissi ég alveg hvað var í vændum.“ Fjölskylda mannsins hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir sýningu þáttarins og beðið fólk að setja sig ekki í dómarasætið. Nánar um það í þessari frétt hér að neðan. Fyrstu skilaboðin sem Alma fékk voru einfaldlega „Hæ, sæta“. Alma svaraði þeim ekki. „Og örugglega ekki næstu tíu, tuttugu SMS-um,“ segir hún. Fyrr en varði skiptu skilaboðin hundruðum, jafnvel þúsundum. „Hann segir að honum þyki vænt um mig, hann vilji sættast, hann vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Spyr af hverju ég vilji hann ekki. Hann vill meina að hann yrði besti eiginmaður og besti faðir sonar míns.“ Sat fyrir utan klukkutímunum saman Maðurinn lét ekki nægja að senda skilaboð og hringja, heldur sat hann í bílnum fyrir utan heimili hennar, tímunum saman, og reykti. „Hann sat fyrir mér fyrir utan íbúðina mína klukkutímunum saman. Hann keyrði fram hjá þar sem ég bjó með mömmu og pabba á sínum tíma. Hann kom reglulega upp í vinnu, oftar en hann þurfti. Og hann áreitti ekki endilega bara mig heldur var hann að leitast í fjölskylduna mína, vini mína – með spurningar um mig. Af hverju ég vildi hann ekki, af hverju ég hefði ekki áhuga. Tæpum tíu árum síðar er þetta enn í gangi.“ Árið 2012 byrjaði Alma að búa með barnföður sínum. Hún segir að maðurinn hafi reiðst við það, orðið ágengari og byrjað að sitja um íbúð þeirra. Sonur Ölmu kom síðan í heiminn árið 2015, en þá hafði hún þurft að lifa í þessari stöðugu ógn í hartnær fimm ár. Maðurinn hafði haft nokkuð hægt um sig á meðan Alma gekk með strákinn og um tíma hélt hún að hún væri laus. Sú var hins vegar ekki raunin. Barnið var aðeins nokkurra daga gamalt þegar maðurinn hafði aftur samband. Alma hefur stöðugar áhyggjur af syni sínum, hinum fimm ára Baltasar. Starfsfólk á leikskóla barnsins hefur fengið mynd af manninum og þarf alltaf að ganga úr skugga um að hann sé ekki á svæðinu. „Hann óskaði mér til hamingju. Þá var ég samt búin að skipta um símanúmer og blokka hann. En hann hafði fundið vinnu-email hjá mér og sendi hamingjuóskir þar. Þetta var email sem ég notaði til að hafa samband við fólk erlendis þegar ég var að kaupa inn vörur fyrir íbúðina sem ég rak þá,“ segir Alma, og kveðst ekki vita hvernig hann hafði upp á netfanginu hennar. „Hann sendi mér hamingjuóskir, trekk í trekk. Foreldrum mínum líka.“ Vill verða pabbi sonar hennar Skilaboðin héldu áfram að hrannast inn og áreitið var stöðugt. Það reyndist Ölmu erfitt og hún hafði stöðugar áhyggjur af nýfæddu barninu sínu. Þegar Alma skildi við barnsföður sinn ákvað hún að flytja í eigin íbúð með barnið. Það varði hins vegar stutt því hún var of hrædd til þess að geta verið ein og flutti inn til foreldra sinna. „Ég er alltaf hrædd. Ég er alltaf hrædd við að skilja við barnið mitt. Og ég held ég sé með aðskilnaðarkvíða gagnvart syni mínum, því ég er svo hrædd við að skilja hann eftir,“ segir hún og bætir við að hún hafi nánast aldrei sent strákinn í pössun – því hún einfaldlega þori því ekki. „Ég á mjög erfitt með það því hann hefur tjáð mér að hann vilji vera pabbi hans og ég bara treysti honum ekki til þess að ná athygli minni með því að nota barnið mitt.,“ útskýrir Alma. Hún hefur farið með mynd af manninum á leikskóla barnsins og barnið fer ekki út fyrr en starfsfólk hefur gengið úr skugga um að maðurinn sé ekki á svæðinu. Beið eftir að hún kæmi heim úr vinnunni Manninum hefur í þrígang verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart Ölmu, þar sem lagt var bann við því að hann nálgist heimili hennar, veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í hana eða sendi henni hvers konar orðsendingar. Síðasta nálgunarbann var til tólf mánaða. Það er lengsta mögulega refsing í málum sem þessum. Það dugði hins vegar skammt því afleiðingarnar af brotum á nálgunarbanni eru litlar sem engar. „Hann var farinn að bíða eftir mér á vigtinni fyrir ofan Hvalfjarðargöngin, Reykjavíkurmegin, og keyrði síðan á eftir mér heim. Hann fór að gera þetta aftur og aftur þangað til ég náði myndbandi af honum gera það. Ég fór með það til lögreglunnar og út frá því held ég að boltinn hafi aðeins farið að rúlla og þetta hafi verið tekið aðeins alvarlegra. Hann var ekki bara með SMS og að elta mig innanbæjar, heldur var hann farinn að fara alla þessa leið og bíða þarna. Ég veit ekki hversu lengi hann beið eftir mér.“ Alma hefur í þrígang fengið nálgunarbann á manninn. Hann virðir þau að vettugi, enda hafa nær engin viðurlög verið á brotum á nálgunarbanni. Hún segist reyna eftir bestu getu að tilkynna lögreglu þegar maðurinn brýtur gegn nálgunarbanni. „Ég reyni eins og ég get að halda utan um það. Þetta er náttúrlega full vinna. Það er full vinna að það sé verið að áreita mig. Það er full vinna að halda utan um þetta. Ég þarf alltaf að vera á varðbergi, alltaf að vera með símann tilbúinn. Það eru einu sannanirnar mínar. Ég reyndi eftir bestu getu að tilkynna þetta, en stundum verður þetta of mikið og ég hef ekki tíma til að pæla í því akkúrat á þeim tímapunkti.“ Hingað til hafa engin viðurlög verið við ofsóknum af þessu tagi, þar sem þær fela ekki í sér líkamlegt ofbeldi. Nýverið hins vegar tóku í gildi lög um svokallað umsáturseinelti, þar sem eltihrellar gætu átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisvist. Lögin eru þó ekki afturvirk. Alma hefur óttast um líf sitt. „Til lengri tíma já. Þegar ég er í þeirri stöðu að hann er að elta mig eða ég er innilokuð heima og hann er fyrir utan. Þá hugsa ég guð minn góður, ef eitthvað klikkar núna í honum. Þá á ég engan sjéns. Hann er mikið stærri en ég. Mikið sterkari en ég.“ Fjallað var ítarlega um mál Ölmu í Ofsóknum á Stöð 2 í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum ofar í þessari frétt.
Akranes Ofsóknir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira