Íslenskur snjallhringur vekur athygli erlendra fjölmiðla Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 17:10 Genki tókst að koma fyrir litlum skjá og þremur tökkum á þetta litla tæki. Genki Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Genki hefur sett á markað snjallhringinn Wave for Work sem gerir fólki kleift að stýra forritum á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint og Spotify með einföldum handahreyfingum. Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures. Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures.
Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31
Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00