Kári vill skikka alla farþega í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 18:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að reglur á landamærunum verði endurskoðaðar. vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví. Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira