Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 19:16 Sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að sóttvarnareglur voru hertar 25. mars. Eldri borgarar eru á meðal tryggustu gesta baðstaða á landinu. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira