Hlutfall rafbílasölu BL á 1. ársfjórðungi aldrei hærra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. apríl 2021 07:00 Hyundai Kona EV. Í mars voru 249 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir hér á landi, tæpum 53% fleiri en í mars 2020 þegar þeir voru 163. Mikill meirihluti bílanna, 181, fór til einstaklinga og fyrirtækja. Á markaðnum í heild voru 1.067 fólks- og sendibílar nýskráðir, sem er 8,4% samdráttur frá sama mánuði 2020 þegar þeir voru 1.165. Hlutdeild BL á markaðnum í mars nam 23,3% og var BL jafnframt stærst umboða á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Af merkjum BL var Nissan með flestar nýskráningar eða 87 og var Nissan helsta merki fyrirtækisins í nýskráningum til meginmarkaðanna þriggja; einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga. Nissan var jafnframt fjórða söluhæsta bílamerki landsins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði og jafnframt helsta merki BL á bílaleigumarkaði. Ný merki og endurhannaðar gerðir vinsælla fólksbíla frumsýndar Talsvert minni samdráttur varð í nýskráningum fólks- og sendibíla hjá BL á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil 2020 heldur en á markaðnum í heild. Nam hann aðeins 6,6% á sama tíma og hann var 15,6% á markaðnum í heild. Skýrist það einkum af breiðu úrvali fólksbílamerkja þar sem nýjar tegundir hafa bæst við (MG) og nýjar og uppfærðar gerðir vinsælla bíla litið dagsins ljós frá áramótum. Þar á meðal eru Clio og Captur frá Renault og i20 frá Hyundai sem jafnan njóta vinsælda hjá stórum hópi neytenda. Hlutdeild BL á markaðnum á fyrsta ársfjórðungi var 24,7%. Nýskráningar fólks- og sendibíla í mars 2021. Fleiri fólksbílar til einstaklinga og fyrirtækja Þess má einnig geta að sé eingöngu litið til fólksbílasölu BL (án sendi- og pallbíla) til einstaklinga og fyrirtækja undanfarna þrjá mánuði voru 409 slíkir nýskráðir á tímabilinu, 12,1% fleiri en á fyrsta ársfjórðungi 2020. Á sama tíma hefur salan til markhópsins í heild dregist saman um 7,3%. Markaðshlutdeild BL á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði það sem af er ári er 22,9%, sem er fjórum prósentustigum meira en í fyrra. Renault ZOE. Hæsta hlutfall hreinna rafbíla á 1. ársfjórðungi Af 249 nýskráðum fólks- og sendibílum af merkjum BL í mars voru 102 nýorkubílar, 65 hreinir rafbílar og 37 tengiltvinnbílar. Rafbílar voru flestir frá Nissan og Hyundai og tengiltvinnbílarnir frá Land Rover og BMW. Þess má einnig geta að Nissan Leaf var einn af helstu sölubílunum á einstaklingsmarkaði í mars og rímar það við þróun rafbílasölu BL þar sem hlutfall hennar hefur aldrei verið hærra á fyrsta ársfjórðungi en nú. Sem dæmi var hlutfallið 6,6% á 1. ársfjórðungi 2015, 23,8% á síðasta ári og svo 27,4% á nýliðnum ársfjórðungi. Þess má að lokum geta að rafbílarnir Nissan Leaf, Hyundai Kona og Renault Zoe voru á meðal mest seldu rafbíla heims á síðasta ári og er Leaf raunar mest seldi rafbíllinn frá upphafi. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Af merkjum BL var Nissan með flestar nýskráningar eða 87 og var Nissan helsta merki fyrirtækisins í nýskráningum til meginmarkaðanna þriggja; einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga. Nissan var jafnframt fjórða söluhæsta bílamerki landsins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði og jafnframt helsta merki BL á bílaleigumarkaði. Ný merki og endurhannaðar gerðir vinsælla fólksbíla frumsýndar Talsvert minni samdráttur varð í nýskráningum fólks- og sendibíla hjá BL á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil 2020 heldur en á markaðnum í heild. Nam hann aðeins 6,6% á sama tíma og hann var 15,6% á markaðnum í heild. Skýrist það einkum af breiðu úrvali fólksbílamerkja þar sem nýjar tegundir hafa bæst við (MG) og nýjar og uppfærðar gerðir vinsælla bíla litið dagsins ljós frá áramótum. Þar á meðal eru Clio og Captur frá Renault og i20 frá Hyundai sem jafnan njóta vinsælda hjá stórum hópi neytenda. Hlutdeild BL á markaðnum á fyrsta ársfjórðungi var 24,7%. Nýskráningar fólks- og sendibíla í mars 2021. Fleiri fólksbílar til einstaklinga og fyrirtækja Þess má einnig geta að sé eingöngu litið til fólksbílasölu BL (án sendi- og pallbíla) til einstaklinga og fyrirtækja undanfarna þrjá mánuði voru 409 slíkir nýskráðir á tímabilinu, 12,1% fleiri en á fyrsta ársfjórðungi 2020. Á sama tíma hefur salan til markhópsins í heild dregist saman um 7,3%. Markaðshlutdeild BL á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði það sem af er ári er 22,9%, sem er fjórum prósentustigum meira en í fyrra. Renault ZOE. Hæsta hlutfall hreinna rafbíla á 1. ársfjórðungi Af 249 nýskráðum fólks- og sendibílum af merkjum BL í mars voru 102 nýorkubílar, 65 hreinir rafbílar og 37 tengiltvinnbílar. Rafbílar voru flestir frá Nissan og Hyundai og tengiltvinnbílarnir frá Land Rover og BMW. Þess má einnig geta að Nissan Leaf var einn af helstu sölubílunum á einstaklingsmarkaði í mars og rímar það við þróun rafbílasölu BL þar sem hlutfall hennar hefur aldrei verið hærra á fyrsta ársfjórðungi en nú. Sem dæmi var hlutfallið 6,6% á 1. ársfjórðungi 2015, 23,8% á síðasta ári og svo 27,4% á nýliðnum ársfjórðungi. Þess má að lokum geta að rafbílarnir Nissan Leaf, Hyundai Kona og Renault Zoe voru á meðal mest seldu rafbíla heims á síðasta ári og er Leaf raunar mest seldi rafbíllinn frá upphafi.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent