Bíða með að opna nýtt sóttvarnarhús Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2021 11:43 Gylfi segir að almennt séu mun færri í hverri vél en búist sé við hverju sinni. Aðeins tíu manns hafi verið í vél frá London í gær. Vísir/Vilhelm Áformum um opnun nýs sóttkvíarhótels í Reykjavík hefur verið slegið á frest um sinn. Farþegafjöldi til landsins er umtalsvert minni en áætlað var og í gær voru aðeins tíu manns í vél sem kom hingað frá London. „Það er ekki nema ein vél sem kemur í dag og hún er frá Kaupmannahöfn, en við búumst ekki við mörgum þaðan,” segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna. Búist var við að hótelið við Þórunnartún myndi fyllast í dag því átta vélar komu til landsins í gær og fjórar vélar eru væntanlegar á morgun. „Það komu einungis um fjörutíu gestir úr þessum átta velum þannig að staðan hjá okkur núna er bara mjög góð.” Fyrirhugað var að nýta Hótel Barón sem sóttvarnarhús og taka það í notkun í gær. „Þar hafa staðið yfir framkvæmdir sem náðist ekki að ljúka fyrir gærdaginn. Þannig að við þurftum að setja þær fyrirætlanir á ís. Við getum ekki verið með sýnatökuna þar og svo fram vegns, en ef þetta heldur svona áfram, að við náum að tæma fleiri herbergi en við fyllum þá dugar þessi bygging okkur næstu tvo til þrjá dagana,” segir Gylfi. Norræna kemur til hafnar á morgun og er þá búist við að það fjölgi í sóttvarnarhúsinu á Egilsstöðum. Þá fer seinni sýnataka fram hjá bróðurparti gesta í Reykjavík á morgun. „Á morgun er stór dagur í sýnatöku, hjá yfir hundrað manns, þannig að við ættum að ná að losa einhver 150 eða 160 herbergi á þessum tveimur dögum. Það hjálpar okkur mikið.” Það sé hins vegar ómögulegt að spá fyrir um fjölda fólks hverju sinni. „Við siglum alltaf svolítið blint í sjóinn. Í London vélinni í gær voru til dæmis ekki nema einhverjir tíu farþegar í vélinni allri. Þannig að það sýnir það að það er að draga úr straumi fólks hingað.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Það er ekki nema ein vél sem kemur í dag og hún er frá Kaupmannahöfn, en við búumst ekki við mörgum þaðan,” segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna. Búist var við að hótelið við Þórunnartún myndi fyllast í dag því átta vélar komu til landsins í gær og fjórar vélar eru væntanlegar á morgun. „Það komu einungis um fjörutíu gestir úr þessum átta velum þannig að staðan hjá okkur núna er bara mjög góð.” Fyrirhugað var að nýta Hótel Barón sem sóttvarnarhús og taka það í notkun í gær. „Þar hafa staðið yfir framkvæmdir sem náðist ekki að ljúka fyrir gærdaginn. Þannig að við þurftum að setja þær fyrirætlanir á ís. Við getum ekki verið með sýnatökuna þar og svo fram vegns, en ef þetta heldur svona áfram, að við náum að tæma fleiri herbergi en við fyllum þá dugar þessi bygging okkur næstu tvo til þrjá dagana,” segir Gylfi. Norræna kemur til hafnar á morgun og er þá búist við að það fjölgi í sóttvarnarhúsinu á Egilsstöðum. Þá fer seinni sýnataka fram hjá bróðurparti gesta í Reykjavík á morgun. „Á morgun er stór dagur í sýnatöku, hjá yfir hundrað manns, þannig að við ættum að ná að losa einhver 150 eða 160 herbergi á þessum tveimur dögum. Það hjálpar okkur mikið.” Það sé hins vegar ómögulegt að spá fyrir um fjölda fólks hverju sinni. „Við siglum alltaf svolítið blint í sjóinn. Í London vélinni í gær voru til dæmis ekki nema einhverjir tíu farþegar í vélinni allri. Þannig að það sýnir það að það er að draga úr straumi fólks hingað.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira