Sjálfsagðir hlutir Arnar Sveinn Geirsson skrifar 14. apríl 2021 07:00 Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar