„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:54 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, ræddi bóluefni og afskaplega sjaldgæfar aukaverkanir þeirra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13