Margar leiðir til að draga úr svifryki Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. apríl 2021 08:00 Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar