Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira