Land Rover Defender kjörinn best hannaði bíll ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. apríl 2021 07:01 Land Rover Defender. Land Rover Defender var í vikunni kjörinn best hannaði bíll ársins 2021 (World Car Design of the Year 2021) á árlegri verðlaunahátíð World Car Awards í Toronto sem af sóttvarnarástæðum var send út í streymi á netinu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Þetta er í sjötta sinn sem Jaguar Land Rover hlýtur fyrstu verðlaun fyrir fallega hönnun hjá World Car Awards og hefur enginn af helstu bílaframleiðendum heims hlotið verðlaunin jafn oft og Jaguar Land Rover. World Car Awards hafa verið veitt undanfarin sautján ár. Árið 2012 var Range Rover Evoque kjörinn fallegasti bíll ársins, Jaguar F-Type ári síðar, F-PACE árið 2017, Range Rover Velar árið 2018 og ári síðar Jaguar I-PACE. Nú var komið að Land Rover Defender sem 93 blaðamenn frá 28 löndum veittu hönnunarverðlaun ársins 2021. Við það tækifæri sagði Gerry McGovern yfirmaður skapandi hönnunar hjá Jaguar Land Rover að við þróun og hönnun Defender hefðu mörk mögulegrar verkfræði, tækni og hönnunar verið hugsuð til hins ítrasta án þess að tapa sjónum á megineinkennum í arfleifð Defender sem viðhaldið hafa vinsældum hans í áratugi. Góð viðbrögð viðskiptavina um allan heim og mikil eftirspurn eftir Defender bera vott um að vel hafi tekist til í hönnun þessa nýja þægilega og kraftmikla vinnuþjarks. Hægt er að horfa á útsendingu World Car Awards hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Þetta er í sjötta sinn sem Jaguar Land Rover hlýtur fyrstu verðlaun fyrir fallega hönnun hjá World Car Awards og hefur enginn af helstu bílaframleiðendum heims hlotið verðlaunin jafn oft og Jaguar Land Rover. World Car Awards hafa verið veitt undanfarin sautján ár. Árið 2012 var Range Rover Evoque kjörinn fallegasti bíll ársins, Jaguar F-Type ári síðar, F-PACE árið 2017, Range Rover Velar árið 2018 og ári síðar Jaguar I-PACE. Nú var komið að Land Rover Defender sem 93 blaðamenn frá 28 löndum veittu hönnunarverðlaun ársins 2021. Við það tækifæri sagði Gerry McGovern yfirmaður skapandi hönnunar hjá Jaguar Land Rover að við þróun og hönnun Defender hefðu mörk mögulegrar verkfræði, tækni og hönnunar verið hugsuð til hins ítrasta án þess að tapa sjónum á megineinkennum í arfleifð Defender sem viðhaldið hafa vinsældum hans í áratugi. Góð viðbrögð viðskiptavina um allan heim og mikil eftirspurn eftir Defender bera vott um að vel hafi tekist til í hönnun þessa nýja þægilega og kraftmikla vinnuþjarks. Hægt er að horfa á útsendingu World Car Awards hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent