„Þetta var alveg svakalega mikið högg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 15:32 Anna Fríða Gísladóttir vinnur í dag sem markaðsstjóri BioEffect en var orðin markaðsstjóri Dominos á Íslandi 24 ára. @saga sig Anna Fríða Gísladóttir starfar í dag sem markaðsstjóri og er hún nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira