Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 12:41 Svandís Svavarsdóttir ræddi við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29