Giannis í stuði í stærsta tapi 76ers á leiktíðinni Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 09:31 Antetokounmpo var öflugur í nótt. Aaron Gash/AP Photo Hart er barist á toppi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en Philadelphia 76ers urðu af toppsætinu eftir stórtap fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Átta leikir voru á dagskrá. Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira