Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:31 Þetta verður í fyrsta skipti sem Joe Biden ávarpar Bandaríkjaþing frá því að hann tók við embætti forseta 20. janúar. AP/Patrick Semansky Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira