Fagfélögin og 1.maí Margrét Halldóra Arnarsdóttir skrifar 1. maí 2021 08:01 Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar