Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. maí 2021 23:08 Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja. Vísir/Egill Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás. Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás.
Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira