Grétar bróðir þakklátur fyrir óvænt tækifæri hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 10:32 Grétar Snær Gunnarsson mundar vinstri fótinn. vísir/vilhelm Grétar Snær Gunnarsson lék vel í miðri vörn KR þegar liðið vann Breiðablik, 0-2, á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla á sunnudaginn. Hann kann einkar vel við sig í KR og ætlar að nýta tækifærið, sem kom nokkuð óvænt, til hins ítrasta eftir að hafa verið á flakki í nokkur ár. „Við erum mjög sáttir. Það unnu allir sína vinnu og þetta var mjög gott,“ sagði Grétar í samtali við Vísi í gær. Hann er uppalinn FH-ingur en tókst ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið þar. Hann lék sem lánsmaður með HK 2017, undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum 2018, með Víkingi Ó. 2019 og Fjölni í fyrra. Hann hefur því farið víða þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Fjölnismenn unnu ekki leik í Pepsi Max-deildinni og féllu. Þrátt fyrir það gerði Grétar nóg til að heilla forráðamenn KR sem föluðust eftir kröftum hans eftir tímabilið. „Markmiðið hefur alltaf verið að komast í toppfélögin á Íslandi þannig ég var alveg himinlifandi þegar ég heyrði í KR,“ sagði Grétar. Hann viðurkennir að hafa ekki búist við áhuga úr þeirri átt. „Já, ég get alveg sagt það. Það kom alveg á óvart. Ég bjóst ekki við því og þess vegna var þetta kannski sætara,“ sagði Grétar. Grétar Snær í leik með Fjölni í fyrra.vísir/vilhelm Í fyrra lék hann bæði á miðjunni og í vörninni en hjá KR hefur hann nánast eingöngu verið notaður í stöðu miðvarðar. „Ég átti að spila báðar stöður en kannski meira í miðverði þar sem Finnur [Tómas Pálmason] var líklega að fara. Það var því kannski líklegri staða,“ sagði Grétar. Hann er þakklátur fyrir traustið sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sýnt honum. „Hann gaf mér tækifæri. Það voru meiðsli, Aron [Bjarki Jósepsson] var frá, og svo var Finnur að fara þannig að voru kannski ekki margir eftir. Það lá því beint við að ég fengi tækifæri til að standa mig. Hægt og rólega kom ég mér inn í þessa stöðu.“ Grétar hefur engan áhuga að gefa stöðu sína eftir. „Ég væri helst til í að halda henni,“ sagði hann léttur. KR hefur haft gott tak á Breiðabliki undanfarin ár og unnið sex leiki í röð gegn Kópavogsliðinu.vísir/vilhelm Í vetur og í leiknum gegn Breiðabliki lék Grétar í miðri vörn KR með Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hann segir afar þægilegt að leika við hlið hans. „Það er geðveikt. Hann er ótrúlega rólegur, klár og þægilegur í að stýra. Hann kann þetta allt. Hann stýrir mér allan leikinn og ef ég gleymi mér eitthvað kallar hann í mig. Hann kennir mér þetta allt með hverjum leiknum,“ sagði Grétar. Dyggir hlustendur hlaðvarpsins Steve Dagskrá kannast kannski við Grétar sem Grétar bróður. En annar stjórnandi þáttarins, Andri Geir Gunnarsson, er einmitt bróðir Grétars. Hann kvartar ekki yfir viðurnefninu og segir að það sé ekki nýtt af nálinni. „Ég er alls ekki pirraður á þessu. Þetta er bara fyndið. Þetta hefur verið heillengi og fyrir Steve Dagskrá,“ sagði Grétar en fjölmargir þekkja hann sem Grétar bróðir án þess að kunna frekari deili á honum. „Það eru eiginlega alltof margir sem þekkja mig bara undir því. Þeir mega eiga það, Steve Dagskrá, að þeir hafa fengið þetta í gegn.“ Félagarnir í Steve Dagskrá, Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, fylgjst með leik með Grétari bróður síðasta sumar.stöð 2 sport Sem fyrr sagði hefur Grétar verið á nokkru flakki síðustu ár og farið lengri leiðina á toppinn. Af þeim sökum kann hann enn betur að meta tækifærið sem hann fékk hjá KR. „Ég var í FH og það var erfitt fyrir mig að komast að þannig ég þurfti að fara á lán og spila. Allir staðirnir sem ég hef verið á voru mikilvægir fyrir mig í að verða betri og öðlast reynslu. Ég hef þurft að taka þetta í skrefum,“ sagði Grétar. „Maður hefur þurft að vinna fyrir þessu sem maður vildi. Eftir að hafa verið á léttu flakki er þetta klárlega aðeins sætara.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
„Við erum mjög sáttir. Það unnu allir sína vinnu og þetta var mjög gott,“ sagði Grétar í samtali við Vísi í gær. Hann er uppalinn FH-ingur en tókst ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið þar. Hann lék sem lánsmaður með HK 2017, undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum 2018, með Víkingi Ó. 2019 og Fjölni í fyrra. Hann hefur því farið víða þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Fjölnismenn unnu ekki leik í Pepsi Max-deildinni og féllu. Þrátt fyrir það gerði Grétar nóg til að heilla forráðamenn KR sem föluðust eftir kröftum hans eftir tímabilið. „Markmiðið hefur alltaf verið að komast í toppfélögin á Íslandi þannig ég var alveg himinlifandi þegar ég heyrði í KR,“ sagði Grétar. Hann viðurkennir að hafa ekki búist við áhuga úr þeirri átt. „Já, ég get alveg sagt það. Það kom alveg á óvart. Ég bjóst ekki við því og þess vegna var þetta kannski sætara,“ sagði Grétar. Grétar Snær í leik með Fjölni í fyrra.vísir/vilhelm Í fyrra lék hann bæði á miðjunni og í vörninni en hjá KR hefur hann nánast eingöngu verið notaður í stöðu miðvarðar. „Ég átti að spila báðar stöður en kannski meira í miðverði þar sem Finnur [Tómas Pálmason] var líklega að fara. Það var því kannski líklegri staða,“ sagði Grétar. Hann er þakklátur fyrir traustið sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sýnt honum. „Hann gaf mér tækifæri. Það voru meiðsli, Aron [Bjarki Jósepsson] var frá, og svo var Finnur að fara þannig að voru kannski ekki margir eftir. Það lá því beint við að ég fengi tækifæri til að standa mig. Hægt og rólega kom ég mér inn í þessa stöðu.“ Grétar hefur engan áhuga að gefa stöðu sína eftir. „Ég væri helst til í að halda henni,“ sagði hann léttur. KR hefur haft gott tak á Breiðabliki undanfarin ár og unnið sex leiki í röð gegn Kópavogsliðinu.vísir/vilhelm Í vetur og í leiknum gegn Breiðabliki lék Grétar í miðri vörn KR með Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hann segir afar þægilegt að leika við hlið hans. „Það er geðveikt. Hann er ótrúlega rólegur, klár og þægilegur í að stýra. Hann kann þetta allt. Hann stýrir mér allan leikinn og ef ég gleymi mér eitthvað kallar hann í mig. Hann kennir mér þetta allt með hverjum leiknum,“ sagði Grétar. Dyggir hlustendur hlaðvarpsins Steve Dagskrá kannast kannski við Grétar sem Grétar bróður. En annar stjórnandi þáttarins, Andri Geir Gunnarsson, er einmitt bróðir Grétars. Hann kvartar ekki yfir viðurnefninu og segir að það sé ekki nýtt af nálinni. „Ég er alls ekki pirraður á þessu. Þetta er bara fyndið. Þetta hefur verið heillengi og fyrir Steve Dagskrá,“ sagði Grétar en fjölmargir þekkja hann sem Grétar bróðir án þess að kunna frekari deili á honum. „Það eru eiginlega alltof margir sem þekkja mig bara undir því. Þeir mega eiga það, Steve Dagskrá, að þeir hafa fengið þetta í gegn.“ Félagarnir í Steve Dagskrá, Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, fylgjst með leik með Grétari bróður síðasta sumar.stöð 2 sport Sem fyrr sagði hefur Grétar verið á nokkru flakki síðustu ár og farið lengri leiðina á toppinn. Af þeim sökum kann hann enn betur að meta tækifærið sem hann fékk hjá KR. „Ég var í FH og það var erfitt fyrir mig að komast að þannig ég þurfti að fara á lán og spila. Allir staðirnir sem ég hef verið á voru mikilvægir fyrir mig í að verða betri og öðlast reynslu. Ég hef þurft að taka þetta í skrefum,“ sagði Grétar. „Maður hefur þurft að vinna fyrir þessu sem maður vildi. Eftir að hafa verið á léttu flakki er þetta klárlega aðeins sætara.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30