Allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2021 21:15 Halldór Jóhann Sigfússon var ósáttur við leik sinna manna í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í kvöld, en Selfyssingar fengu Valsmenn í heimsókn í Hleðsluhöllina. Lokatölur 31-26, Valsmönnum í vil, og Halldór segir að liðinu hafi skort einbeitingu. „Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“ UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“
UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira