Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2021 07:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýr formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún hefur látið hendur standa fram úr ermum strax á fyrstu dögum í embætti og hefur meðal annars kallað yfir sig reiði Morgunblaðsmanna. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. „Já og ég verð að segja að þau komu mér mjög á óvart,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi spurð hvort hörð viðbrögðin ofan úr Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur sínar bækistöðvar hafi komið henni í opna skjöldu? Í ályktuninni lýsti stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) afdráttarlaust yfir óánægju með að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Víst er að ályktunin féll í grýttan jarðveg meðal ýmissa innan vébanda Morgunblaðsins. Tveir trúnaðarmenn Morgunblaðsins hjá Blaðamannafélaginu, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson sögðu sig frá störfum fyrir BÍ og skömmu síðar tilkynnti Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, BÍ um úrsögn sína úr stjórn. „Ég átti von á gagnrýni, en ekki því að hún yrði svona mikil.“ Taldi mikilvægt að félagsmenn hefðu val Seinna í þessu viðtali verður farið nánar í þetta atriði en Sigríður Dögg var kosin formaður BÍ fyrir rétt tæpum hálfum mánuði. Hún sigraði Heimi Má Pétursson fréttamann í spennandi kosningum en af hverju fór hún fram gegn Heimi, sem þá hafði nokkru fyrr tilkynnt um að hann gæfi kost á sér? „Ég lít ekki þannig á að ég hafi boðið mig fram gegn Heimi Má heldur fannst mér nauðsynlegt að félagar í Blaðamannafélagi Íslands hefðu val um formann í kjöri á svona stórum vatnaskilum í starfi félagsins, þegar formaður er að stíga til hliðar sem hefur stýrt félaginu um árabil. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að hún hafi talið nauðsynlegt að gefa félögum í blaðamannafélaginu val nú þegar vatnaskil eru í fjölmiðlun í landinu sem og víðar.vísir/vilhelm Heimir Már er öflugur fréttamaður og mikill prinsippmaður og hefði orðið öflugur formaður. Mér fannst hins vegar mikilvægt að á þessum tímamótum færi fram umræða um framtíð félagsins og stefnu og félagar tækju þátt í að móta hana með því að velja sér nýjan formann í stað þess að einn frambjóðandi yrði sjálfkjörinn. Ég held að sú hugsun hafi þegar skilað árangri því um 56 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni og sýndu þannig áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins og að móta framtíð þess.“ Þú talar um vatnaskil. Hvað meinarðu þegar þú segir það? Hver eru helstu viðfangsefnin? „Ég tel nauðsynlegt að stéttin láti betur í sér heyra, jafnt út á við sem inn á við. Nú sem aldrei fyrr er brýnt að við hefjum á loft umræðu um mikilvægi þessarar stéttar í lýðræðislegu samhengi. Við höfum að mínu mati verið allt of feimin við það að vekja athygli á því hvaða hlutverki við gegnum í samfélaginu. Það er nú einu sinni svo að án öflugra, frjálsra, sjálfstæðra fjölmiðla er ekki virkt lýðræði. Fjölmiðlar tryggja að upplýsingar berist um störf, ákvarðanir og gjörðir kjörinna fulltrúa, stofnana, stórfyrirtækja og annarra, veita þeim þannig aðhald og upplýsa almenning og stuðla þannig að því að fólk hafi nauðsynlegar upplýsingar og forsendur til þess að setja fram kröfur, sýna skoðun sína í kjörklefunum, fara fram á samfélagslegar umbætur og þar fram eftir götunum.“ Óljós mörk milli samfélagsmiðla og fjölmiðla Sigríður Dögg bendir á að skil milli fjölmiðla og samfélagsmiðla verði stöðugt óskýrari og upplýsingaóreiða aukist stöðugt. „Við þurfum sem fagfélag að vinna að því að fræða almenning um muninn þar á milli, það er lykilatriði í því að fólk geti gert greinarmun á fréttum og efni sem kemur frá ritstýrðum miðli, með þeim gagnrýnu vinnubrögðum og starfsreglum sem þar gilda, og hins vegar upplýsingum frá áhrifavöldum, bloggsíðum, falsmiðlum og slíku.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir er að koma sér fyrir í húsakynnum Blaðamannafélagsins. Að hennar mati er mikið verk fyrir höndum, að vekja almenning til vitundar um hlutverk fjölmiðla sem og veika stöðu þeirra nú.vísir/vilhelm Sigríður bætir því við að hún telji að ef blaðamenn sjálfir, og stéttin sjálf, taki þessa umræðu ekki upp, þá geri það enginn. Það sýni sagan. „Við þurfum að fræða og mennta almenning um mikilvægi fjölmiðla, muninn á fjölmiðlum og öðrum miðlunarleiðum, en einnig stjórnvöld og stofnanir samfélagsins.“ Þegar blaðamaður viðrar þau sjónarmið að svo virðist sem þeir sem tjá sig af miklu offorsi um fjölmiðla viti næsta lítið um fyrirbærið og svo virðist reyndar vera um ýmsa blaðamenn einnig, er Sigríður Dögg ekki tilbúin til að kvitta blákalt undir seinni hluta þeirrar spurningar. „Ég held að sem betur fer séu flestir blaðamenn nokkuð öruggir hvað þetta varðar. Hins vegar verður umræðan á samfélagsmiðlum oft svo brengluð og lituð af skilningsleysi á þessum veigamikla mun og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu, þá á ég ekki síst við kjörna fulltrúa sem ósjaldan virðast hafa mjög undarlegar skoðanir á hlutverki fjölmiðla.“ Mikil vonbrigði að Morgunblaðsfólkið færi frá borði Já, það er ljóst að þér er talsvert mikið niðri fyrir, og þú byrjar með miklum látum? „Já ég lít á það sem hlutverk mitt sem formanns þessa félags að láta í mér heyra í hvert einasta sinn sem mér finnst á stéttinni brotið og frelsi fjölmiðla stefnt í hættu.“ Eins og umrædd ályktun sýnir? „Já. Sem betur fer var meirihluti stjórnar sammála um aðgerðirnar sem sneru að því að koma á framfæri óánægju okkar með ákvörðun stjórnenda Morgunblaðsins um birtingu Samherjaauglýsingar, en mbl.is var fyrstur íslenskra miðla til þess að gera það.“ Þó viðbrögð úr Hádegismóum hafi komið illa við hinn nýja formann er Sigríður Dögg þó ekki tilbúin til að fallast á að ályktunin hafi verið mistök, eða hún of eindregin. „En það voru vonbrigði að trúnaðarmenn segðu sig frá sínum störfum í kjölfarið og að eini stjórnarmaður BÍ sem starfar hjá miðlum Árvakurs hafi sagt sig úr stjórn. Það er mjög miður að nú er enginn stjórnarmaður í stjórn Blaðamannafélagsins frá þessum öfluga, rótgróna fjölmiðli sem Morgunblaðið er. Til að ná þeim markmiðum sem þú nefndir, með að fræða fólk almennt um stöðu fjölmiðla þá krefst samstöðu í stéttinni þvert á miðla. Þetta upphlaup getur ekki þjónað þeim tilgangi vel? „Nei. Ég hefði miklu frekar kosið að okkur hefði tekist að eiga samtal þar sem ólíkum sjónarmiðum er komið á framfæri og ég er tilbúin til þess að hlusta á þá sem eru mér ósammála í þessu máli sem öðrum. Það er mjög mikilvægt að stéttin geti staðið saman á tímum sem þessum, þar sem rekstrargrundvöllur fjölmiðla er mjög ótryggur, falsfréttir og upplýsingaóreiða tröllríða umræðunni og árásir stórfyrirtækja á fjölmiðlafólk eru staðreynd.“ Samstaða þvert á miðla afar mikilvæg Sigríður Dögg nefnir að stjórn BÍ hafi rætt það á fundi sínum sérstaklega hversu mikilvægt það sé fyrir félagið og stéttina alla, að vel takist að byggja aftur það traust sem tapast hefur milli hóps félagsmanna sem starfar á Morgunblaðinu annars vegar og stjórnarinnar og félagsins hins vegar. „Við höfum til að mynda óskað eftir því að fulltrúar úr stjórn fái að koma á fund með félagsmönnum BÍ sem starfa hjá miðlum Árvakurs og við hlustum á þeirra sjónarmið og reynum í framhaldinu að finna leiðir til þess að byggja aftur brú milli þessa hóps félagsmanna og félagsins. Sigríður Dögg harmar það að nýleg ályktun hafi haft sundrandi áhrif en nú ríður á að finna samstöðu innan stéttarinnar, þvert á miðla. Hún bindur vonir við að sættir takist fyrr en seinna.vísir/vilhelm Þannig að jú, afleiðing þessa bréfs er ekki aukin samstaða í stéttinni, því miður. Ekki enn sem komið er. Ég vona hins vegar innilega að við getum fundið leiðir til þess að ná saman að nýju, því félagið er að sjálfsögðu félag allra félagsmanna og starfar í þágu þeirra allra og stéttarinnar allrar.“ Árásir á blaðamenn í ýmsum myndum eru daglegt brauð en líklega er herferð Samherja sem beinist gegn Helga Seljan einsdæmi. Í því samhengi og kannski öðru líka, er óheppilegt að þú komir í stól formanns úr RÚV? „Já þessi herferð er einsdæmi, um það eru allir sammála. Ég vil jafnframt taka það fram að margir þeirra blaðamanna á Morgunblaðinu sem hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar BÍ að hafa lýst óánægju með birtingu auglýsingarinnar eru þar með ekki að lýsa því yfir að þeir styðji árásir Samherja á kollega sína. Þeir eru fyrst og fremst ósáttir við að BÍ hafi haft afskipti af auglýsingabirtingu á fjölmiðli. Það er mikilvægt að það komi fram að með því að mótmæla aðgerðum stjórnar BÍ eru þeir ekki stuðningsmenn Samherja, eins og sést hefur í umræðunni.“ Telur engu skipta að hún komi frá Ríkisútvarpinu Þú starfar á Ríkisútvarpinu ohf, líkt og Helgi, er ekki óheppilegt að þú komir þaðan þá hvað varðar þetta tilvik og ef til vill önnur, og setjist í formannsstól Blaðamannafélagsins? „Það að ég komi frá RÚV hefur líka verið tilefni til gagnrýni í tengslum við þetta mál. Ég get alveg skilið þá gagnrýni. Hins vegar vil ég benda á að ég er að koma úr sjö mánaða leyfi og hef ekki starfað á RÚV frá því í ágúst í fyrra og þangað til núna í apríl. Ef vel er að gáð þá má sjá í verðlaunamynd af ritstjóra Morgunblaðsins, sem þá var Seðlabankastjóri; en í Staksteinum fékk Sigríður Dögg, nýr formaður, það óþvegið.vísir/vilhelm Ég hef því ekki verið hluti af þeirri fréttaumfjöllun eða umræðu sem átt hefur sér stað á fréttastofu RÚV frá því að herferð Samherja gegn umfjöllun RÚV náði hvað hæstu hæðum. Þá finnst mér mikilvægt að minna á að ég hef starfað lengstan hluta míns starfsferils á einkareknum fjölmiðlum, lengst á Fréttablaðinu. Ég hóf starfsferil minn á Morgunblaðinu árið 1999 og hef miklar og sterkar taugar til þess blaðs þar sem ég lærði grundvallaratriðin í blaðamennsku með hjálp góðs fólks þar innan dyra. Ég hef einnig stofnað minn eigin miðil og þurft að hætta með hann og hef því reynslu sem nær langt út fyrir veggi ríkismiðilsins.“ Sigríður Dögg segir að sér þyki, allt eins og öðrum, jafnmikilvægt að stéttin ræði rekstrarumhverfi fjölmiðla, stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, 8 milljarða tekjur af íslenskum auglýsingum sem fara út úr íslenska hagkerfi, koma ekki inn í íslenska fjölmiðla heldur inn í Facebook og Google. Henni renni það til rifja hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og samfélagið allt í raun sé að bregðast íslenskum fjölmiðlum, en kannski fyrst og fremst sjálfum sér, þegar sú þróun blasir við og ekkert er gert. En þá aftur að Ríkisútvarpinu ohf, einhverjir myndu segja að stofnunin sú lúti í raun öðrum lögmálum en miðlar á markaði? „Já auðvitað er RÚV í allt annarri stöðu en aðrir miðlar, verandi ríkismiðill sem rekinn er með framlögum úr ríkissjóði. Við verðum hins vegar að hafa þroska til að taka þessa umræðu á málefnalegum grundvelli. Við berum, sem samfélag, sameiginlega ábyrgð á því að hér séu nægilega öflugir fjölmiðlar til að við getum sinnt því nauðsynlega hlutverki okkar að veita stofnunum samfélagsins aðhald. Það þýðir ekki einn sterkur ríkismiðill og engir aðrir miðlar. Það þýðir sterkur ríkismiðill OG margir sterkir einkareknir, frjálsir fjölmiðlar.“ Segir hagsmuni RÚV-ara og annarra blaðamanna fara saman Sigríður Dögg segir að hún hafði þegar lýst yfir áhuga sínum á því að í haust standi Blaðamannafélag Íslands fyrir ráðstefnu um stöðu fjölmiðla. Þar verði stjórnvöld og atvinnulífið kallað að borðinu og við ræðum í sameiningu hvaða leiðir eru færar „Blaðamannafélagið á að starfa sem öflugur þrýstihópur á atvinnulífið, stjórnvöld og aðrar stofnanir um að ráðist verði í nauðsynlegar aðgerðir til þess að styrkja stöðu fjölmiðla.“ En er það svo að hagsmunir þeirra sem starfa á markaði og svo þeirra sem starfa hjá ríkismiðli fara saman? „Já það finnst mér engin spurning. Hagsmunir okkar allra eru þeir að tryggja að hér starfi öflugir og frjálsir fjölmiðlar. Sigríður Dögg segir það ekki svo að hagsmunir þeirra sem starfa á ríkismiðlinum séu aðrir en þeirra sem starfa á frjálsum miðlum á markaði. Aðhaldshlutverkið sé hið sama.vísir/vilhelm Ég hef enga sérstaka skoðun á því hvernig rekstrarformi RÚV eigi að vera háttað. Ég tel hins vegar mikilvægt að rekstrargrundvöllur stofnunarinnar verði tryggður, hvort sem það verði gert með auglýsingatekjum eða tekjum úr ríkissjóði. Það er ekki síður mikilvægt að við finnum leiðir til þess að tryggja rekstur einkareknu miðlanna og við þurfum að þora að taka þá umræðu út frá staðreyndum en ekki pólitík eða tilfinningum. Ef hægt er að sýna fram á að besta leiðin til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir einkareknu miðlana sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá mun ég styðja það.“ Staksteinakast úr Hádegismóum Staksteinar Morgunblaðsins frá á miðvikudag.skjáskot Blaðamannafélag Íslands hafði boðað til sérstaks pressukvölds þangað sem fulltrúum Morgunblaðsins var boðið sérstaklega. En viðbrögðin við fundarboði voru fremur hryssingsleg og nýi formaðurinn fékk yfir sig Staksteinakast þar sem pistlahöfundur beitti fyrir sig hinum umdeilda Páli Vilhjálmssyni, eins og stundum þegar mikið liggur við. Pistlinum lýkur á dramatískum orðum: „Sigríður formaður hefur svo boðað yfirmenn blaðsins á sinn fund! Það gæti orðið bið á því.“ Þeim fundi var frestað til 17. þessa mánaðar. Af hverju var það? „Stjórn BÍ ákvað á fyrsta fundi sínum, sem var síðasta föstudag, að halda pressukvöld um þetta mál við fyrsta tækifæri, um leið og sóttvarnareglur yrðu rýmkaðar. Við reiknuðum með því að það yrði gert á miðvikudag, miðað við þá umræðu sem var í gangi, og því ákváðum við að fundurinn færi fram daginn eftir, og 50 mættu koma saman en ekki 20. Það er mjög erfitt að halda umræðufund þar sem ræða á hitamál sem þetta og fólk er lokað af í 20 manna hópum,“ segir Sigríður Dögg. Því ákvað stjórn á fundi á miðvikudag, þegar í ljós hafði komið að samkomutakmörkunum yrði fram haldið óbreyttum í viku, að það myndi vilja halda fundinn þegar fleiri mættu koma saman. „Svo er frídagur á fimmtudag í næstu viku þannig að fyrsti dagurinn sem okkur fannst koma til greina er þá mánudagurinn 17. maí sem nú hefur verið auglýstur. Við vonumst að sjálfsögðu eftir því að mætingin á fundinn endurspegli þá miklu umræðu sem átt hefur sér stað meðal félagsmanna um þetta mál,“ segir Sigríður Dögg, nýr formaður BÍ og byrjar með látum. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„Já og ég verð að segja að þau komu mér mjög á óvart,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi spurð hvort hörð viðbrögðin ofan úr Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur sínar bækistöðvar hafi komið henni í opna skjöldu? Í ályktuninni lýsti stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) afdráttarlaust yfir óánægju með að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Víst er að ályktunin féll í grýttan jarðveg meðal ýmissa innan vébanda Morgunblaðsins. Tveir trúnaðarmenn Morgunblaðsins hjá Blaðamannafélaginu, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson sögðu sig frá störfum fyrir BÍ og skömmu síðar tilkynnti Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, BÍ um úrsögn sína úr stjórn. „Ég átti von á gagnrýni, en ekki því að hún yrði svona mikil.“ Taldi mikilvægt að félagsmenn hefðu val Seinna í þessu viðtali verður farið nánar í þetta atriði en Sigríður Dögg var kosin formaður BÍ fyrir rétt tæpum hálfum mánuði. Hún sigraði Heimi Má Pétursson fréttamann í spennandi kosningum en af hverju fór hún fram gegn Heimi, sem þá hafði nokkru fyrr tilkynnt um að hann gæfi kost á sér? „Ég lít ekki þannig á að ég hafi boðið mig fram gegn Heimi Má heldur fannst mér nauðsynlegt að félagar í Blaðamannafélagi Íslands hefðu val um formann í kjöri á svona stórum vatnaskilum í starfi félagsins, þegar formaður er að stíga til hliðar sem hefur stýrt félaginu um árabil. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að hún hafi talið nauðsynlegt að gefa félögum í blaðamannafélaginu val nú þegar vatnaskil eru í fjölmiðlun í landinu sem og víðar.vísir/vilhelm Heimir Már er öflugur fréttamaður og mikill prinsippmaður og hefði orðið öflugur formaður. Mér fannst hins vegar mikilvægt að á þessum tímamótum færi fram umræða um framtíð félagsins og stefnu og félagar tækju þátt í að móta hana með því að velja sér nýjan formann í stað þess að einn frambjóðandi yrði sjálfkjörinn. Ég held að sú hugsun hafi þegar skilað árangri því um 56 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni og sýndu þannig áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins og að móta framtíð þess.“ Þú talar um vatnaskil. Hvað meinarðu þegar þú segir það? Hver eru helstu viðfangsefnin? „Ég tel nauðsynlegt að stéttin láti betur í sér heyra, jafnt út á við sem inn á við. Nú sem aldrei fyrr er brýnt að við hefjum á loft umræðu um mikilvægi þessarar stéttar í lýðræðislegu samhengi. Við höfum að mínu mati verið allt of feimin við það að vekja athygli á því hvaða hlutverki við gegnum í samfélaginu. Það er nú einu sinni svo að án öflugra, frjálsra, sjálfstæðra fjölmiðla er ekki virkt lýðræði. Fjölmiðlar tryggja að upplýsingar berist um störf, ákvarðanir og gjörðir kjörinna fulltrúa, stofnana, stórfyrirtækja og annarra, veita þeim þannig aðhald og upplýsa almenning og stuðla þannig að því að fólk hafi nauðsynlegar upplýsingar og forsendur til þess að setja fram kröfur, sýna skoðun sína í kjörklefunum, fara fram á samfélagslegar umbætur og þar fram eftir götunum.“ Óljós mörk milli samfélagsmiðla og fjölmiðla Sigríður Dögg bendir á að skil milli fjölmiðla og samfélagsmiðla verði stöðugt óskýrari og upplýsingaóreiða aukist stöðugt. „Við þurfum sem fagfélag að vinna að því að fræða almenning um muninn þar á milli, það er lykilatriði í því að fólk geti gert greinarmun á fréttum og efni sem kemur frá ritstýrðum miðli, með þeim gagnrýnu vinnubrögðum og starfsreglum sem þar gilda, og hins vegar upplýsingum frá áhrifavöldum, bloggsíðum, falsmiðlum og slíku.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir er að koma sér fyrir í húsakynnum Blaðamannafélagsins. Að hennar mati er mikið verk fyrir höndum, að vekja almenning til vitundar um hlutverk fjölmiðla sem og veika stöðu þeirra nú.vísir/vilhelm Sigríður bætir því við að hún telji að ef blaðamenn sjálfir, og stéttin sjálf, taki þessa umræðu ekki upp, þá geri það enginn. Það sýni sagan. „Við þurfum að fræða og mennta almenning um mikilvægi fjölmiðla, muninn á fjölmiðlum og öðrum miðlunarleiðum, en einnig stjórnvöld og stofnanir samfélagsins.“ Þegar blaðamaður viðrar þau sjónarmið að svo virðist sem þeir sem tjá sig af miklu offorsi um fjölmiðla viti næsta lítið um fyrirbærið og svo virðist reyndar vera um ýmsa blaðamenn einnig, er Sigríður Dögg ekki tilbúin til að kvitta blákalt undir seinni hluta þeirrar spurningar. „Ég held að sem betur fer séu flestir blaðamenn nokkuð öruggir hvað þetta varðar. Hins vegar verður umræðan á samfélagsmiðlum oft svo brengluð og lituð af skilningsleysi á þessum veigamikla mun og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu, þá á ég ekki síst við kjörna fulltrúa sem ósjaldan virðast hafa mjög undarlegar skoðanir á hlutverki fjölmiðla.“ Mikil vonbrigði að Morgunblaðsfólkið færi frá borði Já, það er ljóst að þér er talsvert mikið niðri fyrir, og þú byrjar með miklum látum? „Já ég lít á það sem hlutverk mitt sem formanns þessa félags að láta í mér heyra í hvert einasta sinn sem mér finnst á stéttinni brotið og frelsi fjölmiðla stefnt í hættu.“ Eins og umrædd ályktun sýnir? „Já. Sem betur fer var meirihluti stjórnar sammála um aðgerðirnar sem sneru að því að koma á framfæri óánægju okkar með ákvörðun stjórnenda Morgunblaðsins um birtingu Samherjaauglýsingar, en mbl.is var fyrstur íslenskra miðla til þess að gera það.“ Þó viðbrögð úr Hádegismóum hafi komið illa við hinn nýja formann er Sigríður Dögg þó ekki tilbúin til að fallast á að ályktunin hafi verið mistök, eða hún of eindregin. „En það voru vonbrigði að trúnaðarmenn segðu sig frá sínum störfum í kjölfarið og að eini stjórnarmaður BÍ sem starfar hjá miðlum Árvakurs hafi sagt sig úr stjórn. Það er mjög miður að nú er enginn stjórnarmaður í stjórn Blaðamannafélagsins frá þessum öfluga, rótgróna fjölmiðli sem Morgunblaðið er. Til að ná þeim markmiðum sem þú nefndir, með að fræða fólk almennt um stöðu fjölmiðla þá krefst samstöðu í stéttinni þvert á miðla. Þetta upphlaup getur ekki þjónað þeim tilgangi vel? „Nei. Ég hefði miklu frekar kosið að okkur hefði tekist að eiga samtal þar sem ólíkum sjónarmiðum er komið á framfæri og ég er tilbúin til þess að hlusta á þá sem eru mér ósammála í þessu máli sem öðrum. Það er mjög mikilvægt að stéttin geti staðið saman á tímum sem þessum, þar sem rekstrargrundvöllur fjölmiðla er mjög ótryggur, falsfréttir og upplýsingaóreiða tröllríða umræðunni og árásir stórfyrirtækja á fjölmiðlafólk eru staðreynd.“ Samstaða þvert á miðla afar mikilvæg Sigríður Dögg nefnir að stjórn BÍ hafi rætt það á fundi sínum sérstaklega hversu mikilvægt það sé fyrir félagið og stéttina alla, að vel takist að byggja aftur það traust sem tapast hefur milli hóps félagsmanna sem starfar á Morgunblaðinu annars vegar og stjórnarinnar og félagsins hins vegar. „Við höfum til að mynda óskað eftir því að fulltrúar úr stjórn fái að koma á fund með félagsmönnum BÍ sem starfa hjá miðlum Árvakurs og við hlustum á þeirra sjónarmið og reynum í framhaldinu að finna leiðir til þess að byggja aftur brú milli þessa hóps félagsmanna og félagsins. Sigríður Dögg harmar það að nýleg ályktun hafi haft sundrandi áhrif en nú ríður á að finna samstöðu innan stéttarinnar, þvert á miðla. Hún bindur vonir við að sættir takist fyrr en seinna.vísir/vilhelm Þannig að jú, afleiðing þessa bréfs er ekki aukin samstaða í stéttinni, því miður. Ekki enn sem komið er. Ég vona hins vegar innilega að við getum fundið leiðir til þess að ná saman að nýju, því félagið er að sjálfsögðu félag allra félagsmanna og starfar í þágu þeirra allra og stéttarinnar allrar.“ Árásir á blaðamenn í ýmsum myndum eru daglegt brauð en líklega er herferð Samherja sem beinist gegn Helga Seljan einsdæmi. Í því samhengi og kannski öðru líka, er óheppilegt að þú komir í stól formanns úr RÚV? „Já þessi herferð er einsdæmi, um það eru allir sammála. Ég vil jafnframt taka það fram að margir þeirra blaðamanna á Morgunblaðinu sem hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar BÍ að hafa lýst óánægju með birtingu auglýsingarinnar eru þar með ekki að lýsa því yfir að þeir styðji árásir Samherja á kollega sína. Þeir eru fyrst og fremst ósáttir við að BÍ hafi haft afskipti af auglýsingabirtingu á fjölmiðli. Það er mikilvægt að það komi fram að með því að mótmæla aðgerðum stjórnar BÍ eru þeir ekki stuðningsmenn Samherja, eins og sést hefur í umræðunni.“ Telur engu skipta að hún komi frá Ríkisútvarpinu Þú starfar á Ríkisútvarpinu ohf, líkt og Helgi, er ekki óheppilegt að þú komir þaðan þá hvað varðar þetta tilvik og ef til vill önnur, og setjist í formannsstól Blaðamannafélagsins? „Það að ég komi frá RÚV hefur líka verið tilefni til gagnrýni í tengslum við þetta mál. Ég get alveg skilið þá gagnrýni. Hins vegar vil ég benda á að ég er að koma úr sjö mánaða leyfi og hef ekki starfað á RÚV frá því í ágúst í fyrra og þangað til núna í apríl. Ef vel er að gáð þá má sjá í verðlaunamynd af ritstjóra Morgunblaðsins, sem þá var Seðlabankastjóri; en í Staksteinum fékk Sigríður Dögg, nýr formaður, það óþvegið.vísir/vilhelm Ég hef því ekki verið hluti af þeirri fréttaumfjöllun eða umræðu sem átt hefur sér stað á fréttastofu RÚV frá því að herferð Samherja gegn umfjöllun RÚV náði hvað hæstu hæðum. Þá finnst mér mikilvægt að minna á að ég hef starfað lengstan hluta míns starfsferils á einkareknum fjölmiðlum, lengst á Fréttablaðinu. Ég hóf starfsferil minn á Morgunblaðinu árið 1999 og hef miklar og sterkar taugar til þess blaðs þar sem ég lærði grundvallaratriðin í blaðamennsku með hjálp góðs fólks þar innan dyra. Ég hef einnig stofnað minn eigin miðil og þurft að hætta með hann og hef því reynslu sem nær langt út fyrir veggi ríkismiðilsins.“ Sigríður Dögg segir að sér þyki, allt eins og öðrum, jafnmikilvægt að stéttin ræði rekstrarumhverfi fjölmiðla, stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, 8 milljarða tekjur af íslenskum auglýsingum sem fara út úr íslenska hagkerfi, koma ekki inn í íslenska fjölmiðla heldur inn í Facebook og Google. Henni renni það til rifja hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og samfélagið allt í raun sé að bregðast íslenskum fjölmiðlum, en kannski fyrst og fremst sjálfum sér, þegar sú þróun blasir við og ekkert er gert. En þá aftur að Ríkisútvarpinu ohf, einhverjir myndu segja að stofnunin sú lúti í raun öðrum lögmálum en miðlar á markaði? „Já auðvitað er RÚV í allt annarri stöðu en aðrir miðlar, verandi ríkismiðill sem rekinn er með framlögum úr ríkissjóði. Við verðum hins vegar að hafa þroska til að taka þessa umræðu á málefnalegum grundvelli. Við berum, sem samfélag, sameiginlega ábyrgð á því að hér séu nægilega öflugir fjölmiðlar til að við getum sinnt því nauðsynlega hlutverki okkar að veita stofnunum samfélagsins aðhald. Það þýðir ekki einn sterkur ríkismiðill og engir aðrir miðlar. Það þýðir sterkur ríkismiðill OG margir sterkir einkareknir, frjálsir fjölmiðlar.“ Segir hagsmuni RÚV-ara og annarra blaðamanna fara saman Sigríður Dögg segir að hún hafði þegar lýst yfir áhuga sínum á því að í haust standi Blaðamannafélag Íslands fyrir ráðstefnu um stöðu fjölmiðla. Þar verði stjórnvöld og atvinnulífið kallað að borðinu og við ræðum í sameiningu hvaða leiðir eru færar „Blaðamannafélagið á að starfa sem öflugur þrýstihópur á atvinnulífið, stjórnvöld og aðrar stofnanir um að ráðist verði í nauðsynlegar aðgerðir til þess að styrkja stöðu fjölmiðla.“ En er það svo að hagsmunir þeirra sem starfa á markaði og svo þeirra sem starfa hjá ríkismiðli fara saman? „Já það finnst mér engin spurning. Hagsmunir okkar allra eru þeir að tryggja að hér starfi öflugir og frjálsir fjölmiðlar. Sigríður Dögg segir það ekki svo að hagsmunir þeirra sem starfa á ríkismiðlinum séu aðrir en þeirra sem starfa á frjálsum miðlum á markaði. Aðhaldshlutverkið sé hið sama.vísir/vilhelm Ég hef enga sérstaka skoðun á því hvernig rekstrarformi RÚV eigi að vera háttað. Ég tel hins vegar mikilvægt að rekstrargrundvöllur stofnunarinnar verði tryggður, hvort sem það verði gert með auglýsingatekjum eða tekjum úr ríkissjóði. Það er ekki síður mikilvægt að við finnum leiðir til þess að tryggja rekstur einkareknu miðlanna og við þurfum að þora að taka þá umræðu út frá staðreyndum en ekki pólitík eða tilfinningum. Ef hægt er að sýna fram á að besta leiðin til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir einkareknu miðlana sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá mun ég styðja það.“ Staksteinakast úr Hádegismóum Staksteinar Morgunblaðsins frá á miðvikudag.skjáskot Blaðamannafélag Íslands hafði boðað til sérstaks pressukvölds þangað sem fulltrúum Morgunblaðsins var boðið sérstaklega. En viðbrögðin við fundarboði voru fremur hryssingsleg og nýi formaðurinn fékk yfir sig Staksteinakast þar sem pistlahöfundur beitti fyrir sig hinum umdeilda Páli Vilhjálmssyni, eins og stundum þegar mikið liggur við. Pistlinum lýkur á dramatískum orðum: „Sigríður formaður hefur svo boðað yfirmenn blaðsins á sinn fund! Það gæti orðið bið á því.“ Þeim fundi var frestað til 17. þessa mánaðar. Af hverju var það? „Stjórn BÍ ákvað á fyrsta fundi sínum, sem var síðasta föstudag, að halda pressukvöld um þetta mál við fyrsta tækifæri, um leið og sóttvarnareglur yrðu rýmkaðar. Við reiknuðum með því að það yrði gert á miðvikudag, miðað við þá umræðu sem var í gangi, og því ákváðum við að fundurinn færi fram daginn eftir, og 50 mættu koma saman en ekki 20. Það er mjög erfitt að halda umræðufund þar sem ræða á hitamál sem þetta og fólk er lokað af í 20 manna hópum,“ segir Sigríður Dögg. Því ákvað stjórn á fundi á miðvikudag, þegar í ljós hafði komið að samkomutakmörkunum yrði fram haldið óbreyttum í viku, að það myndi vilja halda fundinn þegar fleiri mættu koma saman. „Svo er frídagur á fimmtudag í næstu viku þannig að fyrsti dagurinn sem okkur fannst koma til greina er þá mánudagurinn 17. maí sem nú hefur verið auglýstur. Við vonumst að sjálfsögðu eftir því að mætingin á fundinn endurspegli þá miklu umræðu sem átt hefur sér stað meðal félagsmanna um þetta mál,“ segir Sigríður Dögg, nýr formaður BÍ og byrjar með látum.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira