Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 22:20 Kathleen Folbigg afplánað 18 ár af þrjátíu ára fangelsisdómi sínum. EPA/Joel Carrett Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira