NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 15:01 Kyrie Irving og félagar í Brooklyn Nets eru ekki að spila vel þessa dagana og stórleikur Irving dugði ekki í nótt. AP/Aaron Gash Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021) NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021)
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira