„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2021 18:00 Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson berjast fyrir breytingum á verklaginu á Landspítalanum eftir að fólk missir barn á meðgöngu. Andrea Eyland Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. Þau hafa síðustu daga gagnrýnt heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Eftir Sigga opnaði sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um sína upplifun af heilbrigðiskerfinu hefur saga þeirra vakið hörð viðbrögð. Um helgina hafa margir foreldrar deilt sinni reynslu af fósturmissi og fæðingu andvana barns á samfélagsmiðlum og merkt Instagramminu Kviknar og #ögninmín. Þau Sigga og Maggi ræddu sína upplifun við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar, sem kom inn á Vísi og aðrar efnisveitur í dag. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 20 - Ögnin mín Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún fékk þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu. Fæðingarlæknir sagði henni að það væri nýskeð, um nóttina eða fyrr þennan morgunn. Hún var hissa að fá að heyra að hún ætti að fara heim og mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani Landspítalans við Hringbraut að bíða eftir Magga sem var að koma frá heimili þeirra á Laugarvatni. Engin áfallahjálp var boðin og henni fannst óhugsandi að bíða með að framkalla fæðinguna svo þetta var einstaklega erfið upplifun. Lífið sýnir ljótar hliðar Sunnudaginn áður en fæðingin var framkölluð, þurfu þau Sigga og Maggi að segja eldri systkinunum frá missinum en þau áttu fjögur börn fyrir. „Þær komu bara kátar og glaðar inn og mér leið í alvörunni eins og ég væri að leiða þær í gildru,“ segir Sigga um þetta erfiða augnablik. Hún segir að þau hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar á sjúkrahúsinu um það hvernig best væri að ræða þetta við börn. „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum þegar ég stundi þessu upp. Það eina sem ég gat sagt var, þið vitið að lífið getur oft verið ofboðslega ljótt og sýnir á sér ljótar hliðar. Við höfum alveg fengið að sjá þær og við erum að sjá það aftur núna. Við fórum til læknisins eins og þið vitið og þá kom í ljós að hjartað í henni Kolfinnu er hætt að slá. Ég mun aldrei gleyma öskrunum. Þarna þurfti bara einhver að vinna vinnuna sína og hjálpa okkur, af því að ég var ekki í ástandi til að segja þeim þetta. Maggi var það ekki.“ Eftirfylgni nauðsynleg Þau segja að þetta samtal sé eitt það erfiðasta sem þau hafi átt. „Að horfa upp á þær svona niðurbrotnar, þetta ýtir bara enn frekar undir það að þetta úrelta kerfi þarf breytingu núna,“ segir Sigga og Maggi tekur undir. „Það væri rosalega gott að fá einhver tæki eða tól í hendurnar.“ Þau leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið, verkferlanna og þær brotalamir sem eru til staðar hér á landi. „Ég er á því að þetta sé að hjálpa okkur í okkar sorgarferli,“ segir Maggi. Að hans mati þarf að vera einhver eftirfylgni með foreldrum í þessari stöðu, í nokkra daga eða að minnsta kosti fyrsta sólarhringinn eftir missinn. „Að sjá til þess að fólk, sé svona nokkurn veginn komið í öruggar hendur. Hverjar sem þær hendur eru.“ Þau segjast tilbúin að ræða þessi mál við hvern sem er tilbúinn til að reyna að gera breytingar á þessu verklagi. Þetta einlæga viðtal við parið má heyra í heild sinni spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar Landspítalinn Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þau hafa síðustu daga gagnrýnt heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Eftir Sigga opnaði sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um sína upplifun af heilbrigðiskerfinu hefur saga þeirra vakið hörð viðbrögð. Um helgina hafa margir foreldrar deilt sinni reynslu af fósturmissi og fæðingu andvana barns á samfélagsmiðlum og merkt Instagramminu Kviknar og #ögninmín. Þau Sigga og Maggi ræddu sína upplifun við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar, sem kom inn á Vísi og aðrar efnisveitur í dag. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 20 - Ögnin mín Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún fékk þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu. Fæðingarlæknir sagði henni að það væri nýskeð, um nóttina eða fyrr þennan morgunn. Hún var hissa að fá að heyra að hún ætti að fara heim og mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani Landspítalans við Hringbraut að bíða eftir Magga sem var að koma frá heimili þeirra á Laugarvatni. Engin áfallahjálp var boðin og henni fannst óhugsandi að bíða með að framkalla fæðinguna svo þetta var einstaklega erfið upplifun. Lífið sýnir ljótar hliðar Sunnudaginn áður en fæðingin var framkölluð, þurfu þau Sigga og Maggi að segja eldri systkinunum frá missinum en þau áttu fjögur börn fyrir. „Þær komu bara kátar og glaðar inn og mér leið í alvörunni eins og ég væri að leiða þær í gildru,“ segir Sigga um þetta erfiða augnablik. Hún segir að þau hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar á sjúkrahúsinu um það hvernig best væri að ræða þetta við börn. „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum þegar ég stundi þessu upp. Það eina sem ég gat sagt var, þið vitið að lífið getur oft verið ofboðslega ljótt og sýnir á sér ljótar hliðar. Við höfum alveg fengið að sjá þær og við erum að sjá það aftur núna. Við fórum til læknisins eins og þið vitið og þá kom í ljós að hjartað í henni Kolfinnu er hætt að slá. Ég mun aldrei gleyma öskrunum. Þarna þurfti bara einhver að vinna vinnuna sína og hjálpa okkur, af því að ég var ekki í ástandi til að segja þeim þetta. Maggi var það ekki.“ Eftirfylgni nauðsynleg Þau segja að þetta samtal sé eitt það erfiðasta sem þau hafi átt. „Að horfa upp á þær svona niðurbrotnar, þetta ýtir bara enn frekar undir það að þetta úrelta kerfi þarf breytingu núna,“ segir Sigga og Maggi tekur undir. „Það væri rosalega gott að fá einhver tæki eða tól í hendurnar.“ Þau leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið, verkferlanna og þær brotalamir sem eru til staðar hér á landi. „Ég er á því að þetta sé að hjálpa okkur í okkar sorgarferli,“ segir Maggi. Að hans mati þarf að vera einhver eftirfylgni með foreldrum í þessari stöðu, í nokkra daga eða að minnsta kosti fyrsta sólarhringinn eftir missinn. „Að sjá til þess að fólk, sé svona nokkurn veginn komið í öruggar hendur. Hverjar sem þær hendur eru.“ Þau segjast tilbúin að ræða þessi mál við hvern sem er tilbúinn til að reyna að gera breytingar á þessu verklagi. Þetta einlæga viðtal við parið má heyra í heild sinni spilaranum hér ofar í fréttinni.
Kviknar Landspítalinn Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira