„Þá kveð ég hana og það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2021 11:30 Diljá Mist kvaddi systur sína, varð mjög reið við hana en hitti hana síðan aldrei aftur. Hin 32 ára Diljá Mist Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki síst til að berjast fyrir fíkla. Hún vill betri fræðslu, meiri forvarnir en styður þó alls ekki frumvarp heilbrigðisráðherra um að afglæpavæða neyslu einstaklinga. Það sé ekki rétta leiðin að hennar mati. Diljá þekkir þessi mál betur en margir, veit hvernig öll fjölskyldan verður fyrir sjúkdómi þessum, ekki bara fíkillinn. Elsta systkinið hennar hún Súsí lést úr ofneyslu fyrir um fjórtán árum. Í Íslandi í dag á Stöð 2 var farið yfir sögu Diljár sem er næstelst fjögurra systkina. „Við ólumst hérna upp í Hverafoldinu. Mamma mín og pabbi byggðu þar og eru frumbyggjar í foldahverfinu. Við erum fjögur systkinin og erum fædd á sex árum og rosalega þéttur hópur og þétt fjölskylda,“ segir Diljá og bætir við að fjölskyldulífið hafi gengið vel og hún hafi alltaf verið náin Súsí. „Þó það séu bara tvö ár á milli okkar erum við ofboðslega ólíkir karakterar. Hún var ofboðslega klár, mikill sveimhugi og var alltaf að pæla og alltaf að lesa,“ segir Diljá og voru þær systurnar nánast óaðskiljanlegar. Þær voru í sama vinahópi aðallega vegna þess að Diljá klessti sig upp við systur sína eins og hún orðar þar sjálf. „Hún leyfði mér alltaf að vera með og passaði alltaf svo brjálæðislega upp á mig en passaði ekki nægilega vel upp á sjálfan sig.“ Diljá segir að Súsí hafi verið einstaklega greind og þroskuð og þar að leiðandi ekki alltaf tengt við jafnaldra sína og í kjölfarið hafi hún verið lögð í gróft einelti. Eftir grunnskólann fór hún síðan í MR. „Hún fann sig ekki nægilega vel þar og við áttum okkur á því undir lok fyrsta ársins í MR að hún er komin út í ógöngur með sitt líf.“ Þær systurnar á góðri stundu. Fjölskyldan gekk á hana eftir að vinkona hennar benti þeim á að hún væri komin í neyslu og hefði verið undanfarið árið frá því að hún var í tíunda bekk í grunnskóla. Fjölskyldan hafði ekki grunað neitt. Súsí hélt uppi mikilli grímu og þegar fjölskyldan ræddi málið við hana hrundi í rauninni allt, þarna var hún orðin það veik. Diljá segir systur sína hafa byrjað í kannabis en fljótlega hafi hún fært sig yfir í sterkari efni sem og lyfseðilsskyld lyf. „Hún varð ofboðslega reið og gerði lítið úr þessu. Hún missti algjörlega tökin,“ segir Diljá og þá gerðust hlutirnir hratt. Á innan við ári var hún svo gott sem komin í dagneyslu. Hún segir að foreldrar hennar hafi gert allt fyrir hana og fylgdust vel með henni. Tók ábyrgð á sínu lífi „Það var mikið áreiti og við vorum að fá símtöl frá óprúttnum aðilum og svona fíknisjúkdómur leggst á alla fjölskylduna og það sogast allir inn í þetta og það kemst ekkert annað að. Svo þegar hún er búin að vera í þessu, ekki í langan tíma, nær hún ákveðnum botni og leitar sér hjálpar og fer í meðferð. Hún kynnist 12 spora samtökunum sem var algjör vendipunktur í hennar lífi. Hún nær síðan löngum og góðum bata með því að búa inn á áfangaheimili þar sem hún býr með öðrum fíklum í bata og tekur ábyrgð á sínum lífi.“ Næstu þrjú ár var Súsí edrú og fór að vinna í forvarnarstarfi og fór á milli skóla til að segja sína sögu. Hún kláraði menntaskólann Hraðbraut og stefndi á nám í læknisfræði. En hún veiktist svo og fékk einhverskonar sýkingu sem gerði það að verkum að hún þurfti að fara á lyf. Of þá var hún fallin. „Við áttum okkur á því að hún er komin í neyslu til viðbótar að vera á verkja stillandi og við fáum að vita það á miðvikudegi og ég verð svo ofboðslega reið þegar ég kemst að því að hún er svona illa fallin að ég bara lokaði á hana. Ég hafði farið í góða heimsókn til hennar þarna á miðvikudeginum. Þá kveð ég hana og það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi. Svo fáum við að vita það á föstudeginum að hún fái að fara á Vog strax á mánudeginum en á föstudagskvöldinu fer hún í hjartastopp út af of stórum skammti.“ Nú eru liðin fjórtán ár frá andláti Súsí. Erfitt að skilja við hana reið „Svo kom í ljós að sá sem hafði selt henni fíkniefni var sjúklingur í næsta herbergi sem mamma var margbúin að vara við að væri að selja fíkniefni inni á spítalanum. Þetta var ofboðslega erfiður tími og það er rosalega erfitt að hafa skilið við einhvern svona reiður.“ Hún segist eftir þetta hafa haft þá reglu að fara aldrei ósátt að sofa við einhvern fjölskyldumeðlim. Eins og fyrr segir vill Diljá fara á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og berjast þar fyrir fíkla. Hún vill að það sé skilningur fyrir að það velji sér enginn að vera fíkill. Diljá vill ekki afglæpavæða neyslu og að skilaboðin þurfi að vera skýr, þetta megi einfaldlega ekki. „Í þessari umræðu finnst mér stundum gæta misskilnings í garð fíknisjúkdóma og hvaða áhrifa þeir hafa á fíkla og fjölskyldur þeirra. Fyrir svo marga af þeim er þetta algjört lífsspursmál að prófa aldrei. Það var þannig í tilfelli systur minnar. Hún mátti bara aldrei prófa og við verðum að miða okkar forvarnir og aðgerðir utan um þessa viðkvæmustu hópa. Þessi ungmenni sem mega aldrei prófa.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hún vill betri fræðslu, meiri forvarnir en styður þó alls ekki frumvarp heilbrigðisráðherra um að afglæpavæða neyslu einstaklinga. Það sé ekki rétta leiðin að hennar mati. Diljá þekkir þessi mál betur en margir, veit hvernig öll fjölskyldan verður fyrir sjúkdómi þessum, ekki bara fíkillinn. Elsta systkinið hennar hún Súsí lést úr ofneyslu fyrir um fjórtán árum. Í Íslandi í dag á Stöð 2 var farið yfir sögu Diljár sem er næstelst fjögurra systkina. „Við ólumst hérna upp í Hverafoldinu. Mamma mín og pabbi byggðu þar og eru frumbyggjar í foldahverfinu. Við erum fjögur systkinin og erum fædd á sex árum og rosalega þéttur hópur og þétt fjölskylda,“ segir Diljá og bætir við að fjölskyldulífið hafi gengið vel og hún hafi alltaf verið náin Súsí. „Þó það séu bara tvö ár á milli okkar erum við ofboðslega ólíkir karakterar. Hún var ofboðslega klár, mikill sveimhugi og var alltaf að pæla og alltaf að lesa,“ segir Diljá og voru þær systurnar nánast óaðskiljanlegar. Þær voru í sama vinahópi aðallega vegna þess að Diljá klessti sig upp við systur sína eins og hún orðar þar sjálf. „Hún leyfði mér alltaf að vera með og passaði alltaf svo brjálæðislega upp á mig en passaði ekki nægilega vel upp á sjálfan sig.“ Diljá segir að Súsí hafi verið einstaklega greind og þroskuð og þar að leiðandi ekki alltaf tengt við jafnaldra sína og í kjölfarið hafi hún verið lögð í gróft einelti. Eftir grunnskólann fór hún síðan í MR. „Hún fann sig ekki nægilega vel þar og við áttum okkur á því undir lok fyrsta ársins í MR að hún er komin út í ógöngur með sitt líf.“ Þær systurnar á góðri stundu. Fjölskyldan gekk á hana eftir að vinkona hennar benti þeim á að hún væri komin í neyslu og hefði verið undanfarið árið frá því að hún var í tíunda bekk í grunnskóla. Fjölskyldan hafði ekki grunað neitt. Súsí hélt uppi mikilli grímu og þegar fjölskyldan ræddi málið við hana hrundi í rauninni allt, þarna var hún orðin það veik. Diljá segir systur sína hafa byrjað í kannabis en fljótlega hafi hún fært sig yfir í sterkari efni sem og lyfseðilsskyld lyf. „Hún varð ofboðslega reið og gerði lítið úr þessu. Hún missti algjörlega tökin,“ segir Diljá og þá gerðust hlutirnir hratt. Á innan við ári var hún svo gott sem komin í dagneyslu. Hún segir að foreldrar hennar hafi gert allt fyrir hana og fylgdust vel með henni. Tók ábyrgð á sínu lífi „Það var mikið áreiti og við vorum að fá símtöl frá óprúttnum aðilum og svona fíknisjúkdómur leggst á alla fjölskylduna og það sogast allir inn í þetta og það kemst ekkert annað að. Svo þegar hún er búin að vera í þessu, ekki í langan tíma, nær hún ákveðnum botni og leitar sér hjálpar og fer í meðferð. Hún kynnist 12 spora samtökunum sem var algjör vendipunktur í hennar lífi. Hún nær síðan löngum og góðum bata með því að búa inn á áfangaheimili þar sem hún býr með öðrum fíklum í bata og tekur ábyrgð á sínum lífi.“ Næstu þrjú ár var Súsí edrú og fór að vinna í forvarnarstarfi og fór á milli skóla til að segja sína sögu. Hún kláraði menntaskólann Hraðbraut og stefndi á nám í læknisfræði. En hún veiktist svo og fékk einhverskonar sýkingu sem gerði það að verkum að hún þurfti að fara á lyf. Of þá var hún fallin. „Við áttum okkur á því að hún er komin í neyslu til viðbótar að vera á verkja stillandi og við fáum að vita það á miðvikudegi og ég verð svo ofboðslega reið þegar ég kemst að því að hún er svona illa fallin að ég bara lokaði á hana. Ég hafði farið í góða heimsókn til hennar þarna á miðvikudeginum. Þá kveð ég hana og það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi. Svo fáum við að vita það á föstudeginum að hún fái að fara á Vog strax á mánudeginum en á föstudagskvöldinu fer hún í hjartastopp út af of stórum skammti.“ Nú eru liðin fjórtán ár frá andláti Súsí. Erfitt að skilja við hana reið „Svo kom í ljós að sá sem hafði selt henni fíkniefni var sjúklingur í næsta herbergi sem mamma var margbúin að vara við að væri að selja fíkniefni inni á spítalanum. Þetta var ofboðslega erfiður tími og það er rosalega erfitt að hafa skilið við einhvern svona reiður.“ Hún segist eftir þetta hafa haft þá reglu að fara aldrei ósátt að sofa við einhvern fjölskyldumeðlim. Eins og fyrr segir vill Diljá fara á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og berjast þar fyrir fíkla. Hún vill að það sé skilningur fyrir að það velji sér enginn að vera fíkill. Diljá vill ekki afglæpavæða neyslu og að skilaboðin þurfi að vera skýr, þetta megi einfaldlega ekki. „Í þessari umræðu finnst mér stundum gæta misskilnings í garð fíknisjúkdóma og hvaða áhrifa þeir hafa á fíkla og fjölskyldur þeirra. Fyrir svo marga af þeim er þetta algjört lífsspursmál að prófa aldrei. Það var þannig í tilfelli systur minnar. Hún mátti bara aldrei prófa og við verðum að miða okkar forvarnir og aðgerðir utan um þessa viðkvæmustu hópa. Þessi ungmenni sem mega aldrei prófa.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira