Lífið

Fer yfir bestu og verstu Eurovision lög sögunnar og Daði kemst á lista

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði og Gagnmagnið komast inn í yfirferðina hjá þessum Eurovision-sérfræðingi.
Daði og Gagnmagnið komast inn í yfirferðina hjá þessum Eurovision-sérfræðingi.

Eurovision-keppnin hefur verið haldin frá árinu 1956 eða í 64 ár. Á síðasta ári var keppninni aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Á hverju ári taka fjölmargar þjóðir þátt og eru ekki öll lögin góð og sum hreinlega hörmuleg.

YouTube-notandinn Roomie Official fer yfir bestu og verstu Eurovision lögin í sögunni.

Þegar kemur að bestu lögunum nefnir hann til sögunnar Fuego með Eleni Foureira en hún tók þátt fyrir Kýpverja í Lissabon árið 2018. Einnig Måns Zelmerlöw sem vann keppnina árið 2015 með laginu Heroes fyrir hönd Svía.

Það sem vekur athygli er að hann tekur lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu fyrir. Það lag átti að vera í keppninni á síðasta ári en eins og áður segir var keppninni aflýst.

Hér að neðan má sjá innslag Roomie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.