Fundu málmgufur utan um halastjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:01 Járn (Fe) og nikkel (Ni) fannst í þunnum gashjúp þegar ljósið frá halastjörnunni C/2016 R2 (PANSTARRS) var litrófsrgreint. Þungmálmar eru yfirleitt ekki á gasformi í kuldanum fjarri sólinni. ESO/L. Calçada, SPECULOOS Team/E. Jehin, Manfroid og fleiri Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra. Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira