Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 17:10 Skúli Magnússon var í apríl kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31