Þórólfur skorar á íþróttafélög eftir fjölda ábendinga um brot á sóttvarnareglum Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 11:41 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Eins og sjá má í baksýn var þétt setið, eða staðið, á leiknum og allur gangur á því hvort fólk bæri grímur eða ekki. vísir/bára „Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum. Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira