Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 12:26 Frá mótmælum fangavarða í Kaliforníu í vikunni. AP/Gary Kazanjian Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað. Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað.
Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira