Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:00 Þeir sem fengið hafa blandaða bólusetningu geta átt von á því að fá bólusetningarvottorð á næstunni. Getty/Rafael Henrique Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23