Setti flautukörfu í framlengingu | Doncic með þrefalda tvennu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:30 Khris Middleton var hetja Bucks. Getty Images/Quinn Harris Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fór á flug með fjórum leikjum í gærkvöld. Mest var spennan í Milwaukee. Milwaukee Bucks tóku á móti Miami Heat í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og úr varð spennandi leikur. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og 16 sinnum var leikurinn jafn. Tveggja stiga munur var á liðunum fyrir síðasta fjórðung, 80-78, heimamönnum í vil. Miami tókst að jafna fyrir lokaflautið og framlengja þurfti því. Bucks áttu boltann þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni í stöðunni 107-107. Khris Middleton fékk boltann úr innkasti og setti niður stökkskot á lokasekúndunni sem tryggði Bucks 109-107 sigur og veitti þeim jafnframt 1-0 forystu í einvígi liðanna. Middleton var stigahæstur á vellinum í gær með 27 stig en tveir félagar hans voru með tvöfalda tvennu; Giannis Antetokounmpo var með 26 stig og 18 fráköst, og Jrue Holiday með 20 stig og ellefu fráköst. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami en Duncan Robinson 24. Khris Middleton's Game @Bucks 1 game-winner added to his extensive clutch resume. Game 2 - Mon, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/J55K0fAEjw— NBA (@NBA) May 23, 2021 Í borg englanna, Los Angeles, voru Dallas Mavericks í heimsókn hjá LA Clippers. Munurinn á liðunum var aldrei mikill en Dallas þó ávallt skrefi á undan. Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas áfram en Clippers-liðinu tókst ekki að hemja hann fyrr en í fjórða leikhlutanum. Doncic skoraði aðeins eitt stig í síðasta fjórðungnum en hafði þá sett 30 stig fyrir. Alls var sá slóvenski með 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar í tíu stiga sigri, 113-103. Kawhi Leonard skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir heimamenn. @luka7doncic drops a triple-double in Game 1 to power the @dallasmavs! #NBAPlayoffs 31 PTS 10 REB 11 ASTGame 2: Tue, 10:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/Y08owS98Gl— NBA (@NBA) May 22, 2021 Brooklyn Nets unnu þá endurkomusigur á Boston Celtics. Þeir síðarnefndu voru með forystuna lengst af en staðan í hálfleik var 53-47 þeim grænklæddu í vil. Nets sneru leiknum við í þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Úrslitin 104-93 Nets í vil. Hjá Nets setti Kevin Durant 32 stig, auk tólf frákasta, Kyrie Irving 29 stig og James Harden 21 stig. Jayson Tatum setti 22 stig fyrir Boston en Marcus Smart 17. The @BrooklynNets dynamic trio drops 82 in their first #NBAPlayoffs game together. @KDTrey5: 32 PTS, 12 REB@KyrieIrving: 29 PTS@JHarden13: 21 PTS, 8 AST, 4 STLGame 2 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/pwpH4WXIMN— NBA (@NBA) May 23, 2021 Damien Lillard fór þá mikinn er Portland TrailBlazers unnu 123-109 sigur á Denver Nuggets. Nuggets leiddu í hálfleik en líkt og hjá Brooklyn þá komu Portland inn af krafti eftir hléið og héldu forystunni til loka. Lillard var með 34 stig og 13 stoðsendingar, þær flestu sem hann hefur gefið í úrslitakeppni á ferlinum. CJ McCollum skoraði 21 stig og þá setti Carmelo Anthony 18 stig af bekknum á sínum gamla heimavelli í Denver. Nikola Jokic var öflugur í liði heimamanna með 34 stig og 16 fráköst en félagi hans Michael Porter Jr. skoraði 25 stig. 34 points for @Dame_Lillard #NBAPlayoffs career-high 13 ASTDame, @trailblazers go up 1-0 vs. DEN.. Game 2 is Monday at 10 PM ET on TNT. pic.twitter.com/cRmt59tjum— NBA (@NBA) May 23, 2021 Fjórir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppninni í dag þar sem hinar fjórar seríurnar í deildinni fara af stað. Washington Wizards sækja Philadelphia 76ers heim, Phoenix Suns fá LA Lakers í heimsókn, New York Knicks mæta Atlanta Hawks í Madison Square Garden og Utah Jazz mætir Memphis Grizzlies. NBA leikir dagsins á Stöð 2 Sport 17:00 Philadelphia 76ers - Washington Wizards (Stöð 2 Sport 3) 19:30 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers (Stöð 2 Sport 3) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Milwaukee Bucks tóku á móti Miami Heat í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og úr varð spennandi leikur. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og 16 sinnum var leikurinn jafn. Tveggja stiga munur var á liðunum fyrir síðasta fjórðung, 80-78, heimamönnum í vil. Miami tókst að jafna fyrir lokaflautið og framlengja þurfti því. Bucks áttu boltann þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni í stöðunni 107-107. Khris Middleton fékk boltann úr innkasti og setti niður stökkskot á lokasekúndunni sem tryggði Bucks 109-107 sigur og veitti þeim jafnframt 1-0 forystu í einvígi liðanna. Middleton var stigahæstur á vellinum í gær með 27 stig en tveir félagar hans voru með tvöfalda tvennu; Giannis Antetokounmpo var með 26 stig og 18 fráköst, og Jrue Holiday með 20 stig og ellefu fráköst. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami en Duncan Robinson 24. Khris Middleton's Game @Bucks 1 game-winner added to his extensive clutch resume. Game 2 - Mon, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/J55K0fAEjw— NBA (@NBA) May 23, 2021 Í borg englanna, Los Angeles, voru Dallas Mavericks í heimsókn hjá LA Clippers. Munurinn á liðunum var aldrei mikill en Dallas þó ávallt skrefi á undan. Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas áfram en Clippers-liðinu tókst ekki að hemja hann fyrr en í fjórða leikhlutanum. Doncic skoraði aðeins eitt stig í síðasta fjórðungnum en hafði þá sett 30 stig fyrir. Alls var sá slóvenski með 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar í tíu stiga sigri, 113-103. Kawhi Leonard skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir heimamenn. @luka7doncic drops a triple-double in Game 1 to power the @dallasmavs! #NBAPlayoffs 31 PTS 10 REB 11 ASTGame 2: Tue, 10:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/Y08owS98Gl— NBA (@NBA) May 22, 2021 Brooklyn Nets unnu þá endurkomusigur á Boston Celtics. Þeir síðarnefndu voru með forystuna lengst af en staðan í hálfleik var 53-47 þeim grænklæddu í vil. Nets sneru leiknum við í þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Úrslitin 104-93 Nets í vil. Hjá Nets setti Kevin Durant 32 stig, auk tólf frákasta, Kyrie Irving 29 stig og James Harden 21 stig. Jayson Tatum setti 22 stig fyrir Boston en Marcus Smart 17. The @BrooklynNets dynamic trio drops 82 in their first #NBAPlayoffs game together. @KDTrey5: 32 PTS, 12 REB@KyrieIrving: 29 PTS@JHarden13: 21 PTS, 8 AST, 4 STLGame 2 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/pwpH4WXIMN— NBA (@NBA) May 23, 2021 Damien Lillard fór þá mikinn er Portland TrailBlazers unnu 123-109 sigur á Denver Nuggets. Nuggets leiddu í hálfleik en líkt og hjá Brooklyn þá komu Portland inn af krafti eftir hléið og héldu forystunni til loka. Lillard var með 34 stig og 13 stoðsendingar, þær flestu sem hann hefur gefið í úrslitakeppni á ferlinum. CJ McCollum skoraði 21 stig og þá setti Carmelo Anthony 18 stig af bekknum á sínum gamla heimavelli í Denver. Nikola Jokic var öflugur í liði heimamanna með 34 stig og 16 fráköst en félagi hans Michael Porter Jr. skoraði 25 stig. 34 points for @Dame_Lillard #NBAPlayoffs career-high 13 ASTDame, @trailblazers go up 1-0 vs. DEN.. Game 2 is Monday at 10 PM ET on TNT. pic.twitter.com/cRmt59tjum— NBA (@NBA) May 23, 2021 Fjórir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppninni í dag þar sem hinar fjórar seríurnar í deildinni fara af stað. Washington Wizards sækja Philadelphia 76ers heim, Phoenix Suns fá LA Lakers í heimsókn, New York Knicks mæta Atlanta Hawks í Madison Square Garden og Utah Jazz mætir Memphis Grizzlies. NBA leikir dagsins á Stöð 2 Sport 17:00 Philadelphia 76ers - Washington Wizards (Stöð 2 Sport 3) 19:30 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers (Stöð 2 Sport 3) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira