Dallas óvænt komið í 2-0, Lakers jafnaði og Brooklyn burstaði Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 07:30 Luka Doncic hefur verið geggjaður í fyrstu tveimur leikjunum á móti Los Angeles Clippers sem Dallas Mavericks hefur unnið báða á útivelli. AP/Marcio Jose Sanchez Dallas Mavericks er að byrja úrslitakeppnina í NBA frábærlega og er komið í 2-0 á móti Los Angeles Clippers eftir tvo útisigra í röð. Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021 NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira