Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2021 18:00 Julius Randle hefur átt hvað stærstan þátt í uppgangi New York Knicks eftir mörg mögur ár. getty/Sarah Stier Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira