Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2021 20:00 Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“ Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“
Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira