Er þetta góð fyrirmynd? Toshiki Toma skrifar 1. júní 2021 12:01 Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun