„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. „Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“ Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“
Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira