Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. júní 2021 20:01 Einhleypa Makamála að þessu sinni er háskólaneminn Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir. Vísir/Vilhelm Hún segist ennþá vera föst á gelgjunni, drekkur mjólkurkaffi, heillast að húmor og metnaði og langar í þyrluflug yfir gosið. Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir er Einhleypa vikunnar. Þorgerður er nú orðin full bólusett og vonast til þess að geta skellt sér í utanlandsferð fljótlega. „Ég er lífsglöð ung kona sem tek sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og vinn í íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Mig langar að nýta sumarið í vinna í að sjálfri mér og prófa eitthvað utan þægindarammans. Hver veit nema að maður skelli sér í utanlandsferð fyrst maður er orðin full bólusettur.“ Hvernig upplifun var það að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? Það hefur ekki verið mikið frábrugðið því sem það er. Fyrir mér hefur það kannski ekki verið jafn erfitt og fyrir marga þar sem svo margir kynnast á djamminu. Mér fannst erfitt að geta ekki mætt neitt í skólann og upplifað háskólalífið. Sem betur fer er allt að verða betra í samfélaginu og vonandi eru fleiri tækifæri til mannamóta. Þorgerður segir það hafa verið erfitt að hafa ekki getað upplifað háskólalífið á tímum heimsfaraldurs en horfir nú björtum augum á framtíðina og vonast eftir fleiri mannamótum. Hér fyrir neðan svarar Þorgerður Þóranna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Fólk hefur reynt að fá að kalla mig Toggu en er ekki mjög hrifin af því. Aldur í árum? 25 ára. Aldur í anda? Held að ég sé ennþá föst á gelgjunni. Menntun? Er að byrja á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði í Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Glæstar vonir. Guilty pleasure kvikmynd? The Wedding Singer. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með þráhyggju fyrir Davíð Oddssyni en var samt ekki beint skotin í honum. Annars fannst mér alltaf leikarinn í Peter Pan myndinni sætur. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, hef ekki orðið vitni af því. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Klárlega Tiktok. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, Tinder. Hef verið að skiptast á að eyða því og opna það aftur síðastliðin ár. Þeir persónueiginleikar sem heilla Þorgerði eru húmor, metnaður og einlægni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, klaufi, þrautseig. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fullkomin, æði, best. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, metnaður og einlægni. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og að koma almennt illa fram við aðra. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Dreymir um að vera köttur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jesú Kristur, Helgi Björns og Kári Stef. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Get troðið hnefanum uppi mig. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst ágætt að vera með vinkonum og fjölskyldunni en lang best að vera ein heima að horfa á mynd, skoða tiktok og borða nammi. Elska að fara í Góða hirðirinn, borða góðan mat, ferðast, self-care og vera með kisunni minni. Líður best með kisunni sinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Ertu A eða B týpa? B-týpa sem langar að vera A-týpa. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Er ennþá algjör krakki sem drekkur mjólkurkaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Hef ekki verið mikið í skemmtanalífinu undanfarið en ætli ég fari ekki á svona týpíska staði eins og Petersen svítuna og fleiri. Draumastefnumótið er óvænt ferð út á land eða þyrluflug yfir gosið. Ertu með einhvern bucket-lista? Já, ég er alltaf að gera lista um allt. Draumastefnumótið? Einhver spontanious ferð út á land eða eitthvað álíka, má líka bjóða mér í þyrluflug yfir gosið þar sem ég hef ekki enn farið. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Geri aldrei neitt vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Hef verið að vinna mig í gegnum Real Housewifes of New York. Hvaða bók lastu síðast? How To Be Alone eftir Lane Moore, mæli með. Hvað er Ást? Kveljast og þjást. Þorgerður Þóranna lýsir sér sem hressum og þrautseigum klaufa. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Þorgerði Þórönnu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03 Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu? Hvað er rómantík og hvað er það að vera rómantískur? Fólk leggur misjafnan skilning í rómantíkina, sýnir hana á ólíkan hátt og túlkar hana á ólíkan hátt. 4. júní 2021 07:01 „Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Þorgerður er nú orðin full bólusett og vonast til þess að geta skellt sér í utanlandsferð fljótlega. „Ég er lífsglöð ung kona sem tek sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og vinn í íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Mig langar að nýta sumarið í vinna í að sjálfri mér og prófa eitthvað utan þægindarammans. Hver veit nema að maður skelli sér í utanlandsferð fyrst maður er orðin full bólusettur.“ Hvernig upplifun var það að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? Það hefur ekki verið mikið frábrugðið því sem það er. Fyrir mér hefur það kannski ekki verið jafn erfitt og fyrir marga þar sem svo margir kynnast á djamminu. Mér fannst erfitt að geta ekki mætt neitt í skólann og upplifað háskólalífið. Sem betur fer er allt að verða betra í samfélaginu og vonandi eru fleiri tækifæri til mannamóta. Þorgerður segir það hafa verið erfitt að hafa ekki getað upplifað háskólalífið á tímum heimsfaraldurs en horfir nú björtum augum á framtíðina og vonast eftir fleiri mannamótum. Hér fyrir neðan svarar Þorgerður Þóranna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Fólk hefur reynt að fá að kalla mig Toggu en er ekki mjög hrifin af því. Aldur í árum? 25 ára. Aldur í anda? Held að ég sé ennþá föst á gelgjunni. Menntun? Er að byrja á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði í Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Glæstar vonir. Guilty pleasure kvikmynd? The Wedding Singer. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með þráhyggju fyrir Davíð Oddssyni en var samt ekki beint skotin í honum. Annars fannst mér alltaf leikarinn í Peter Pan myndinni sætur. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, hef ekki orðið vitni af því. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Klárlega Tiktok. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, Tinder. Hef verið að skiptast á að eyða því og opna það aftur síðastliðin ár. Þeir persónueiginleikar sem heilla Þorgerði eru húmor, metnaður og einlægni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, klaufi, þrautseig. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fullkomin, æði, best. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, metnaður og einlægni. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og að koma almennt illa fram við aðra. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Dreymir um að vera köttur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jesú Kristur, Helgi Björns og Kári Stef. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Get troðið hnefanum uppi mig. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst ágætt að vera með vinkonum og fjölskyldunni en lang best að vera ein heima að horfa á mynd, skoða tiktok og borða nammi. Elska að fara í Góða hirðirinn, borða góðan mat, ferðast, self-care og vera með kisunni minni. Líður best með kisunni sinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Ertu A eða B týpa? B-týpa sem langar að vera A-týpa. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Er ennþá algjör krakki sem drekkur mjólkurkaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Hef ekki verið mikið í skemmtanalífinu undanfarið en ætli ég fari ekki á svona týpíska staði eins og Petersen svítuna og fleiri. Draumastefnumótið er óvænt ferð út á land eða þyrluflug yfir gosið. Ertu með einhvern bucket-lista? Já, ég er alltaf að gera lista um allt. Draumastefnumótið? Einhver spontanious ferð út á land eða eitthvað álíka, má líka bjóða mér í þyrluflug yfir gosið þar sem ég hef ekki enn farið. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Geri aldrei neitt vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Hef verið að vinna mig í gegnum Real Housewifes of New York. Hvaða bók lastu síðast? How To Be Alone eftir Lane Moore, mæli með. Hvað er Ást? Kveljast og þjást. Þorgerður Þóranna lýsir sér sem hressum og þrautseigum klaufa. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Þorgerði Þórönnu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03 Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu? Hvað er rómantík og hvað er það að vera rómantískur? Fólk leggur misjafnan skilning í rómantíkina, sýnir hana á ólíkan hátt og túlkar hana á ólíkan hátt. 4. júní 2021 07:01 „Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03
Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu? Hvað er rómantík og hvað er það að vera rómantískur? Fólk leggur misjafnan skilning í rómantíkina, sýnir hana á ólíkan hátt og túlkar hana á ólíkan hátt. 4. júní 2021 07:01
„Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01