Af hverju hætti ég ekki við að hætta? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2021 17:00 Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“. Eftir flugið heim frá Danmörku þá tilkynnti ég konunni að núna vissi ég hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór! Nú skyldi stofna fyrirtæki með fókus á „happiness at work“. Fyrsta spurning hennar var: „Ertu kominn inn í einhvern sértrúarsöfnuð?“ Hvernig þýðum við á Íslandi „happiness at work“? Enska orðið happiness hefur breiða meiningu hjá okkur Íslendingum; gleði, lukka og hamingja. Flest tengjum við orðið við hamingju en löbbum við um og tölum um hamingju í vinnunni? Gleði í vinnunni? Stundum er ekki einfalt að brenna fyrir einhverju þegar tungumálið gerir hlutina flókna. Við Íslendingar erum alin upp við að sinna okkar vinnu, vinnan skapar manninn og fleira í þeim dúr. Samviskubitið sem hrjáir okkur ef við verðum veik er svo magnað að það mætti halda að vinnustaðurinn fari á hausinn ef við „flýtum“ okkur ekki að verða hress. Erum við ómissandi? Af hverju erum við með samviskubit gagnvart vinnustaðnum þegar kemur að veikindum? Hvers virði erum við gagnvart fjölskyldunni ef við erum ómissandi í vinnunni? Hvers virði erum við ef við erum svo ómissandi á vinnumarkaðnum að við brennum út, getum bara ekki meir? Margir hafa, nú þegar heimsfaraldur geysar, endurskoðað sýn sína á lífið og þá sérstaklega þátttöku sína á atvinnumarkaðinum. Eru mörkin á milli vinnu og einkalífs óljós? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Verða minningarorðin um þig: „hann/hún/hán vann myrkranna á milli og á endanum var það vinnan sem drap!“ Á mínum 12 árum hjá Reykjavíkurborg var ég tilbúinn til þess að gera margt því allt var svo spennandi. Oft var það þó þannig að verkefnin urðu bara fleiri, mörg hver óljós og sveigjanleiki var aðalatriðið. Þreytan sagði til sín, gleðin tapaðist þrátt fyrir að margt væri gert til að lyfta upp andanum. Eftir miklar vangaveltur þá afhenti ég uppsagnarbréf mitt 12. febrúar 2020. Síðasti dagur minn í vinnu, eftir 12 ára starf hjá Reykjavíkurborg, yrði 31. Maí 2020. Á þeim tímapunkti var ég kominn með meira en nóg. Í fjögur eða fimm ár var ég búinn að streða við að finnast vinnan mín skemmtileg, drykkja farin að aukast og ég sinnti ekki sjálfum mér. Á fyrirlestri hjá Ólafi Þór Ævarssyni og Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur um streitu uppgötvaði ég að ég hafði í langan tíma verið á skelfilegri leið þ.e. stress var orðið stór hluti af vegferð minni með öllu tilheyrandi. Ekki hafði ég, frekar en aðrir, séð það fyrir að heimsfaraldur myndi hefja innreið sína inn í landið mánuði seinna. Setti það mörg plön mín í uppnám en samt hafði ég ekki áhyggjur. Yfirmaður minn bauð mér margoft að draga uppsögn mína til baka sem ég þáði ekki. Ég ætlaði að standa og falla með þessari ákvörðun minni. Það er auðvelt að kenna öllum öðrum um afhverju ég var kominn þangað en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sjálfur sökudólgurinn. Ég setti ekki mörk, sagði aldrei NEI! Miðað við aldur og fyrri störf þá mætti ætla að tilfinningin eftir að hafa sagt upp væri óöryggi og áhyggjur, en nei tilfinningin var góð. Það var eins og að þokunni í hausnum létti og allt í einu sá ég fyrir mér fullt af möguleikum sem ég hafði ekki séð áður. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar og allt það. Nú, ári eftir að ég hætti í minni vinnu hjá Reykjavíkurborg, þá velti ég því fyrir mér hvort fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnendur séu meðvitaðir um vellíðan starfsmanna sinna. Eru starfsmenn hlaupandi um eins og hauslausar hænur, ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera, en eru fastir í þeirri trú að þeir eru algjörlega ómissandi í heildarskipulaginu. Hvernig er starfsmannaveltan? Vita starfsmenn sýn fyrirtækisins og ganga þeir í takt við stefnu stjórnenda? Eru verkefni vel skilgreind og við hæfi hvers starfsmanns? Ég hætti ekki við að hætta í vinnunni því þó vinnan sé mikilvæg þá á hún ekki að vera meira mikilvæg en allt annað í lífinu. Lífið er of stutt til þess. Í dag nýt ég þess að vera minn eigin herra, tek tilfallandi störf á meðan ég byggi upp mitt eigið fyrirtæki. Hvað gerir þitt fyrirtæki til að halda utan um starfsmennina? Ávaxtakarfa einu sinni í viku? Gleðskapur tvisvar á ári þar sem áfengi er haft um hönd, stundum með miður skemmtilegum afleiðingum? Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Vísindi hafa sýnt fram á að ánægðir starfsmenn (hamingjusamir/líður vel í vinnu) hafa mikla yfirburði fram yfir þá starfsmenn sem eru óánægðir (óhamingjusamir/líður illa í vinnu). Starfsmenn sem eru ánægðir/ hamingjusamir/líður vel í vinnu eru afkastameiri, sveigjanlegri, meira skapandi, gera viðskiptavini ánægðari og vinna betur með vinnufélögum sínum. Viljum við ekki öll ánægða starfsmenn? Vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsmenn eigi að vera valhoppandi hamingjusamir alla daga eða að ábyrgðin sé öll hjá fyrirtækjum. Vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Vikan er sjálfbær þ.e. fyrirtæki geta skráð sig til leiks hjá mér. Ákvörðun um hvort viðburðurinn er opinn eða lokaður er algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman að veita innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins ásamt því að kynnast hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Heilsa Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“. Eftir flugið heim frá Danmörku þá tilkynnti ég konunni að núna vissi ég hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór! Nú skyldi stofna fyrirtæki með fókus á „happiness at work“. Fyrsta spurning hennar var: „Ertu kominn inn í einhvern sértrúarsöfnuð?“ Hvernig þýðum við á Íslandi „happiness at work“? Enska orðið happiness hefur breiða meiningu hjá okkur Íslendingum; gleði, lukka og hamingja. Flest tengjum við orðið við hamingju en löbbum við um og tölum um hamingju í vinnunni? Gleði í vinnunni? Stundum er ekki einfalt að brenna fyrir einhverju þegar tungumálið gerir hlutina flókna. Við Íslendingar erum alin upp við að sinna okkar vinnu, vinnan skapar manninn og fleira í þeim dúr. Samviskubitið sem hrjáir okkur ef við verðum veik er svo magnað að það mætti halda að vinnustaðurinn fari á hausinn ef við „flýtum“ okkur ekki að verða hress. Erum við ómissandi? Af hverju erum við með samviskubit gagnvart vinnustaðnum þegar kemur að veikindum? Hvers virði erum við gagnvart fjölskyldunni ef við erum ómissandi í vinnunni? Hvers virði erum við ef við erum svo ómissandi á vinnumarkaðnum að við brennum út, getum bara ekki meir? Margir hafa, nú þegar heimsfaraldur geysar, endurskoðað sýn sína á lífið og þá sérstaklega þátttöku sína á atvinnumarkaðinum. Eru mörkin á milli vinnu og einkalífs óljós? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Verða minningarorðin um þig: „hann/hún/hán vann myrkranna á milli og á endanum var það vinnan sem drap!“ Á mínum 12 árum hjá Reykjavíkurborg var ég tilbúinn til þess að gera margt því allt var svo spennandi. Oft var það þó þannig að verkefnin urðu bara fleiri, mörg hver óljós og sveigjanleiki var aðalatriðið. Þreytan sagði til sín, gleðin tapaðist þrátt fyrir að margt væri gert til að lyfta upp andanum. Eftir miklar vangaveltur þá afhenti ég uppsagnarbréf mitt 12. febrúar 2020. Síðasti dagur minn í vinnu, eftir 12 ára starf hjá Reykjavíkurborg, yrði 31. Maí 2020. Á þeim tímapunkti var ég kominn með meira en nóg. Í fjögur eða fimm ár var ég búinn að streða við að finnast vinnan mín skemmtileg, drykkja farin að aukast og ég sinnti ekki sjálfum mér. Á fyrirlestri hjá Ólafi Þór Ævarssyni og Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur um streitu uppgötvaði ég að ég hafði í langan tíma verið á skelfilegri leið þ.e. stress var orðið stór hluti af vegferð minni með öllu tilheyrandi. Ekki hafði ég, frekar en aðrir, séð það fyrir að heimsfaraldur myndi hefja innreið sína inn í landið mánuði seinna. Setti það mörg plön mín í uppnám en samt hafði ég ekki áhyggjur. Yfirmaður minn bauð mér margoft að draga uppsögn mína til baka sem ég þáði ekki. Ég ætlaði að standa og falla með þessari ákvörðun minni. Það er auðvelt að kenna öllum öðrum um afhverju ég var kominn þangað en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sjálfur sökudólgurinn. Ég setti ekki mörk, sagði aldrei NEI! Miðað við aldur og fyrri störf þá mætti ætla að tilfinningin eftir að hafa sagt upp væri óöryggi og áhyggjur, en nei tilfinningin var góð. Það var eins og að þokunni í hausnum létti og allt í einu sá ég fyrir mér fullt af möguleikum sem ég hafði ekki séð áður. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar og allt það. Nú, ári eftir að ég hætti í minni vinnu hjá Reykjavíkurborg, þá velti ég því fyrir mér hvort fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnendur séu meðvitaðir um vellíðan starfsmanna sinna. Eru starfsmenn hlaupandi um eins og hauslausar hænur, ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera, en eru fastir í þeirri trú að þeir eru algjörlega ómissandi í heildarskipulaginu. Hvernig er starfsmannaveltan? Vita starfsmenn sýn fyrirtækisins og ganga þeir í takt við stefnu stjórnenda? Eru verkefni vel skilgreind og við hæfi hvers starfsmanns? Ég hætti ekki við að hætta í vinnunni því þó vinnan sé mikilvæg þá á hún ekki að vera meira mikilvæg en allt annað í lífinu. Lífið er of stutt til þess. Í dag nýt ég þess að vera minn eigin herra, tek tilfallandi störf á meðan ég byggi upp mitt eigið fyrirtæki. Hvað gerir þitt fyrirtæki til að halda utan um starfsmennina? Ávaxtakarfa einu sinni í viku? Gleðskapur tvisvar á ári þar sem áfengi er haft um hönd, stundum með miður skemmtilegum afleiðingum? Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Vísindi hafa sýnt fram á að ánægðir starfsmenn (hamingjusamir/líður vel í vinnu) hafa mikla yfirburði fram yfir þá starfsmenn sem eru óánægðir (óhamingjusamir/líður illa í vinnu). Starfsmenn sem eru ánægðir/ hamingjusamir/líður vel í vinnu eru afkastameiri, sveigjanlegri, meira skapandi, gera viðskiptavini ánægðari og vinna betur með vinnufélögum sínum. Viljum við ekki öll ánægða starfsmenn? Vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsmenn eigi að vera valhoppandi hamingjusamir alla daga eða að ábyrgðin sé öll hjá fyrirtækjum. Vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Vikan er sjálfbær þ.e. fyrirtæki geta skráð sig til leiks hjá mér. Ákvörðun um hvort viðburðurinn er opinn eða lokaður er algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman að veita innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins ásamt því að kynnast hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun