Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 08:08 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, tjáir sig um mál Samherja í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24
Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00