Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:19 Röðin í bólusetnnigu hefur aldrei verið jafnlöng og í dag. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira