Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 23:30 Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni. getty/Anwar Hussein Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira